FRÉTTIR

Barnamenning í Hofi

Barnamenningarhátíð á Akureyri verður haldin í annað sinn dagana 9. -14. apríl og mun Menningarfélag Akureyrar taka öflugan þátt með því að fylla Hof af skemmtilegum og fjölbreyttum viðburðum í samstarfi við aðrar menningarstofnanir, einstaklinga og Akureyrarbæ.
Lesa meira

Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Lokahátíð Nótunnar - uppskeruhátíðar Tónlistarskólanna fer nú í ár fram á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi.
Lesa meira

New Orleans, samba og Skjaldmeyjar hafsins

Helgin í Hofi hefst strax seinnipartinn í dag þegar sveiflukvintettinn Old Scool heldur uppi fjörinu á 1862 Bistro. Kvintettinn er skipaður Ara Braga Kárasyni, Pálma Gunnarssyni, Phillip Doyle, Einari Scheving og Tómasi Jónssyni ásamt söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur.
Lesa meira

Alþjóðlegt samstarf lýðræðishátíða

LÝSA – rokkhátíð samtalsins hefur tekið höndum saman við átta aðrar lýðræðishátíðir af hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og Evrópu og myndað samtökin Democracy Festivals Association.
Lesa meira

Gallsteina- og páskaeggjaleit á Glerártorgi

Leikfélag Akureyrar og verslunarsmiðstöðin Glerártorg standa fyrir gallsteina- og páskaeggjaleit á Glerártorgi á laugardaginn.
Lesa meira

Hljóðritun frá hátíðartónleikum

Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða sendir út á Rás 1 sunnudaginn 7. apríl klukkan 16.05.
Lesa meira

Hátíðlegir afmælistónleikar

Það var mikið um dýrðir á sunnudaginn þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt hátíðartónleika í tilefni 25 ára starfsafmæli síns. Kvikmyndatónlistarverkefnið SinfoniaNord var opnað formlega af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og þá fór vefurinn SinfoniaNord.is í loftið.
Lesa meira

Frumsýning í kvöld

Heimildaverkið Skjaldmeyjar hafsins verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld. Verkið er nýtt leikverk úr smiðju þeirra sem sýndu heimildaleikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga, sem var ein vinsælasta gestasýning LA haustið 2016.
Lesa meira

Stór helgi framundan

Það er stór helgi framundan hjá Menningarfélagi Akureyrar. Verkið Skjaldmeyjar hafsins verður frumsýnt á morgun, fimmtudag, í Samkomuhúsinu. Um nýtt leikverk er að ræða úr smiðju þeirra sem sýndu heimildaleikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga, sem var ein vinsælasta gestasýningin hjá LA haustið 2016.
Lesa meira

Bæjarstjórn unga fólksins í Hofi

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á morgun, þriðjudaginn 26. mars, kl. 17. Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og hlusta á raddir ungmennanna.
Lesa meira