FRÉTTIR

Hátíðartónleikar, afi Gissi og óperuflækja

Það verður heldur betur fjör í Hofi um helgina þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 25 ára afmæli sínu með hátíðartónleikum í Hamraborg. Á efnisskrá eru tvö mögnuð meistaraverk, hið dulúðlega stórvirki Scheherazade eftir Rimsky-Korsakov og einn fallegasti sellókonsert sögunnar, sellókonsert nr. 2 eftir Dvorák.
Lesa meira

Viltu sjá söguna þína lifna við á leiksviði?

Leikfélag Akureyrar, í samstarfi við Krakka-Rúv, efnir til leikritunarsamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Lesa meira

Fyrirlestur um eitthvað fallegt

Í dag og á morgun mæta 1186 nemendur í 8. – 10. bekk úr 19 grunnskólum á Norðurlandi í Menningarhúsið Hof á sýninguna Fyrirlestur um eitthvað fallegt. Viðburðurinn er í boði List fyrir alla í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Akureyrarbæ.
Lesa meira

Mozart um páskana

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands stendur fyrir tvennum stórtónleikum í páskavikunni þegar tvö af mögnuðustu verkum Mozarts verða flutt í Hofi á Akureyri og í Langholtskirkju.
Lesa meira

Gallsteinar, Útfjör og Billie Holiday Tribute

Dagskrá helgarinnar verður fjölbreytt að vanda í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu. Seinnipart föstudagsins verður einstakur viðburður á 1862 Nordic Bistro í Hofi þegar tónlistarfólkið Andrea Gylfadóttir, Philip Doyle og Risto Laur standa fyrir Billie Holiday Tribute tónleikum.
Lesa meira

Hátíðartónleikar og formleg opnun SinfoniaNord

Hátíðartónleikar í tilefni 25 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og formlegrar opnunar kvikmyndatónlistarverkefnisins SinfoniaNord fara fram í Menningarhúsinu Hofi 24. mars. Sérstakur heiðursgestur er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem mun opna verkefnið á alþjóðvísu.
Lesa meira

Fjör í vetrarfríi

Í vetrarfríinu sem nú ríkir hjá grunnskólum Akureyrar er margt spennandi í boði hjá Menningarfélagi Akureyrar. Tvær sýningar af nýja fjölskyldusöngleiknum Gallsteinar afa Gissa verða á sunnudaginn í Samkomuhúsinu. Miðasala gengur vel og því um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst til að missa ekki af fjörinu en sýningin hefur fengið frábæra dóma.
Lesa meira

Afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Hátíðartónleikar í tilefni að 25 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og formlegrar opnunar kvikmyndatónlistarverkefnisins Sinfonia Nord fara fram í Menningarhúsinu Hofi 24. mars. Sérstakur heiðursgestur verður Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meira

Fjörmikil helgi framundan

Að vanda verður nóg um að vera í Hofi og Samkomuhúsinu um helgina. Sýningar á nýja söngleiknum Gallsteinar afa Gissa halda áfram í Samkomuhúsinu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og miðarnir renna út á þessa litríku og skemmtilegu sýningu.
Lesa meira

Draumaleikhúsið setur upp Fullkomið brúðkaup

Draumaleikhúsið frumsýnir gamanleikinn Fullkomið brúðkaup í Hofi föstudagskvöldið 1. mars. Draumaleikhúsið er nýtt leikfélag stofnað af Pétri Guðjónssyni en félagið setti upp barnaverkið Gutta og Selmu í fyrra sem sýnt var á Handverkshátíðinni að Hrafnagili og á Barnamorgni í Hofi.
Lesa meira