FRÉTTIR

Vorönn LLA hefst 21. janúar

Vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar hefst 21. janúar. Önnin er 12 vikur og lýkur með sýningu fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu 12.-14. apríl 2019.
Lesa meira

Þau leika Torfa og Grímu

Þessir frábæru og hæfileikaríku krakkar voru valin úr hópi 90 barna sem mættu í leik- og söngprufur í haust fyrir söngleikinn Gallsteinar afa Gissa. Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson skipta á milli sín hlutverkum systkinanna Torfa og Grímu. Systkinin, sem búa á afar annasömu nútímaheimili, heimsækja afa Gissa sem liggur á spítala eftir gallsteinaaðgerð þegar lífið tekur óvænta stefnu.
Lesa meira

Viðburðarrík helgi í Hofi

Að baki eru velheppnaðir og viðburðarríkir dagar í Hofi en tæplega þrjú þúsund gestir heimsóttu menningarhúsið um helgina hvort sem það var á opnun myndlistarsýningu, á jólatónleika og/eða á glæsilegt jólahlaðborð 1862 Nordic Bistro. Stjörnurnar í Heima um jólin héldu hvorki meira né minna en fimm tónleika fyrir fullu húsi en í ár stigu meðal annarra á svið Friðrik Ómar, Jógvan Hansen, Garðar Thor Cortes, Sigga Beinteins, Diddú og Jóhanna Guðrún.
Lesa meira

Habbý Ósk í Hofi

Myndlistarkonan Habbý Ósk opnar sýningu sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 15. desember. Habbý er fædd og uppalin á Akureyri en býr og starfar sem myndlistarkona í New York þar sem hún gerir það gott. Í listinni vinnur hún með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum, til að mynda með samspili skúlptúra og ljósmynda af þeim.
Lesa meira

Fyrsti samlestur á Gallsteinum afa Gissa

Fyrsti samlestur á fjölskyldusöngleiknum Gallsteinar afa Gissa fór fram í Samkomuhúsinu í dag, mánudag. Leikritið, sem er byggt á bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, verður frumsýnt 23. febrúar 2019 í Samkomuhúsinu. „Það er hreint dásamlegt að heimsfrumsýning á Gissa og gallsteinakastinu verði á Norðurlandi og ég held niðri í mér andanum af spenningi!
Lesa meira

Stúfur, Norðurljósin og danssýning

Helgin var heldur betur viðburðarrík hjá Menningarfélagi Akureyrar. Ekki nóg með að Stúfur hafi haldið tvær fjörugar sýningar í Samkomuhúsinu, og sé þar með rokinn af stað í önnur verkefni aðventunnar, heldur var einnig mikið líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi. Á föstudaginn mættu fyrstu bekkingar úr grunnskólum Akureyrar í Hof til að syngja jólalög með stjörnunum í Norðurljósunum.
Lesa meira

Ánægð með önnina

Nemendasýningar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar fóru fram í vikunni. Tæplega 90 börn stigu á svið Samkomuhússins og sýndu fjölskyldu og vinum bæði þekkt leikverk sem og frumsamið efni.
Lesa meira

Síðustu sýningar Stúfs

Prakkarinn Stúfur stígur á svið Samkomuhússins um helgina en um síðustu sýningar hans er að ræða.
Lesa meira

Spilaði með SN ásamt foreldrum sínum

Hin tólf ára Helga Björg þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á laugardagskvöldið þegar hún spilaði á tónleikunum Fullveldiskantata „Út úr kofunum“ í Menningarhúsinu Hofi.
Lesa meira

Metnaðarfull dagskrá um helgina

Framundan er fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Í Hamraborg á laugardaginn verður fullveldiskantatan „Út úr kofunum“ eftir Michael Jón Clarke frumflutt í tilefni aldar afmælis fullveldisins. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Hymnodia styðja flutninginn með fulltingi nemenda úr tónlistarskólum á Norðurlandi en verkefnið hlaut styrk frá Akureyrarstofu, Tónskáldasjóði RÚV og Stefs, Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2 og er styrkt af Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands.
Lesa meira