Fara í efni

SinfoniaNord

Sprotaverkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands heita SinfoniaNord

Tilgangur verkefnisins er að skapa hljóðfæraleikurum SN aukin atvinnutækifæri. Undir verkefnið falla upptökur á alþjóðlegri kvikmyndatónlist í Hofi og þjónustuverkefni þar sem hljómsveitin veitir sinfóníska þjónustu til þriðja aðila. Aðstæður og tækjabúnaður Hofs til að taka upp sinfóníska tónlist er á heimsmælikvarða og ekki skemmir hljómburður Hamraborgar fyrir.

Verkefnið hefur verið starfrækt síðan 2015 og hefur nú þegar verið hljóðrituð kvikmyndatónlist fyrir Netflix, BBC, Sony og History Channel svo eitthvað sé nefnt. Undir þjónustuverkefni falla verkefni eins og Lord of the Rings, þar sem kvikmyndirnar þrjár eru sýndar við lifandi undirleik 230 tónlistarmanna og söngleikir á borð við Phantom of the Opera og War of The Worlds, auk undirleiks á tónleikum listamanna úr öðrum geirum tónlistarinnar. Söngleikurinn EVITA í Eldborg 15. nóvember 2019 er dæmi um þjónustuverkefni þar hljóðfæraleikarar með samning við SN eru ráðnir.

Sprotaverkefnið SinfoniaNord hlaut nýsköpunarverðlaun Akureyrar 2017 ásamt Atla Örvarssyni og var valið átaksverkefni sóknaráætlunar Eyþings 2018.

Skoðaðu fjölbreytta og alþjóðlega starfsemi SinfoniaNord á www.sinfonianord.is