Fara í efni

Félagið

Menningarfélagið Hof er sjálfseignarstofnun sem var  stofnuð í október 2008. Aðalhlutverk félagsins var, allt til ársloka 2014, að annast rekstur Menningarhússins Hofs samkvæmt samningi við Akureyrarbæ. Menningarfélagið Hof fékk árlegt framlag frá Akureyrarbæ, en auk þess var gert ráð fyrir að tekjur sem húsið aflaði rynnu í reksturinn. Þar sem rekstur Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur verið sameinaður er það ekki lengur Menningarfélagið Hof sem annast rekstur hússins, en reksturinn er nú í höndum Menningarfélags Akureyrar.

Í stjórn Menningarfélagsins Hofs sitja Þórleifur Stefán Björnsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir. Fulltrúi Menningarfélagsins Hofs í stjórn Menningarfélags Akureyrar er Ágúst Torfi Hauksson.

Stofnaðilar í Menningarfélaginu Hofi eru 34, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar.