Fara í efni

Miðakaup – Skilmálar

  • Til að öll geti notið viðburðanna er mælst til þess að gestir sýni öðrum gestum og starfsfólki almenna virðingu í orðum og gjörðum. Menningarfélagið áskilur sér rétt til að vísa fólki frá sem sýnir af sér ósæmilega eða ógnandi hegðun.
  • Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftirá.
  • Þegar þú hefur keypt miða hjá Menningarfélagi Akureyrar, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
  • Miði telst notaður hafi honum ekki verið breytt í síðasta lagi 48 tímum fyrir sýningu á framleiðslu viðburða Menningarfélags Akureyrar.
  • Greiða þarf fyrir aðgöngumiða fyrir öll börn á sýningar og ekki er leyfilegt að sitja undir barni.
  • Menningarfélag Akureyrar og aðstandendur viðburða bera enga ábyrgð á persónulegum munum miðaeigenda fyrir, á meðan, eða eftir að viðburði lýkur.

Algengar spurningar

Þarf ég að prenta miðann minn út?

Nei, það er ekki nau ðsynlegt að prenta miðann út. Það er nóg að sýna miðann í símanum.

Ég er búin/n að týna miðanum mínum, hvað get ég gert?

Keyptur miði er alltaf aðgengilegur í miðasölukerfi Menningarfélags Akureyrar og er því ekki glataður. Þú getur hringt í miðasöluna í síma 450 1000 eða komið við í Hofi milli 13-18 virka daga og nálgast miðann þinn.

Ég kemst ekki á viðburðinn sem ég á miða á, hvað get ég gert?

Samkvæmt skilmálum Tix eru möguleiki á að fá endurgreiðslu á miðum í 14 daga frá kaupum. Ef lengra er síðan þú keyptir miðann er því miður ekki hægt að fá endurgreiðslu. Þetta á hinsvegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð, ef um aðgöngumiða er að ræða.

Ég á miða á viðburð sem hefur verið felldur niður, hvað gerist?

Ef viðburður fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.