Fara í efni

Til hamingju krakkar

Nú hafa verið valdir tíu unghöfundar úr innsendum umsóknum fyrir Upptaktinn 2024 til að vinna áfram mað listafólki að útsetningu laga sinna - og óskum við þeim innilega til hamingju!

Við viljum þakka öllum þeim frábæru krökkum sem sóttu um í Upptaktinum þetta árið og hvetjum þau til að sækja aftur um að ári.

 

 Upplýsingar
Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu. Áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum og varðveitt með upptöku.

Markmið Upptaktsins
Sköpun – að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist.
Skráning – að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina.
Flutningur – að gefa börnum og ungmennum tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutningi fagfólks við kjöraðstæður á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi. 

Svona tek ég þátt:

  • Upptakturinn er fyrir börn og ungmenni í 5.-10. bekk í grunnskólum á Norðurlandi eystra.
  • Lengd tónverks, óháð tónlistarstíl, skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 6 flytjendur.
  • Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift, texta eða upptöku. Upptakan skal vera í mp3.
  • Sendist rafrænt á upptakturinn@mak.is ásamt nafni höfundar, aldri, tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu sjálfu ásamt nafni forrráðamanns, símanúmeri og tölvupóstfangi.

    

Dómnefnd

Dómnefnd velur þátttakendur úr hópi umsókna. 

Vinnusmiðja með fagfólki
Valin verk verða fullunnin með fagfólki í tónlist.  Einstaklingsbundin vinnusmiðja fer fram sem og vinnusmiðja með öllum hópnum.

Tónleikar 

Tónleikar verða haldnir í kjölfar vinnusmiðja og er því nokkurs konar uppskeruhátíð þátttakenda.

Tónsköpunarverðlaunin
Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin: Upptakturinn 2024.

Allar nánari upplýsingar hérna
Verkefnastjóri Upptaktsins er Kristín Sóley Björnsdóttir sem veitir fúslega allar nánari upplýsingar í gegnum upptakturinn@mak.is og í síma 450-1005.