Fara í efni

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er nútímaleg og verkefnamiðuð hljómsveit. Sveitin var stofnuð árið 1993 og hefur vaxið mikið undanfarin ár, sem hluti af rekstri Menningarfélags Akureyrar. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands brýtur múra milli tónlistarstefna og leitast við að brúa bilið milli áheyrenda og flytjenda með samstarfi við listamenn úr öðrum geirum tónlistarlífsins. 

Frábær árangur hljómsveitarinnar ber vitnisburð um að starfsemi hennar hefur unnið sér sess á Akureyri hjá bæði áheyrendum og listamönnum sem öflug uppspretta afþreyingar, frumsköpunar og atvinnutækifæra.