FRÉTTIR

LLA-Skráning hafin!

Lesa meira

Ella Fitzgerald í 100 ár

Síðasti Listasumarsviðburðurinn í ár er tileinkaður Ellu Fitzgerald sem á sérstakan stað í hjörtum margra enda er hún ein ástsælasta söngkona sem uppi hefur verið. Tónleikar henni til heiðurs verða fimmtudagskvöldið 17. ágúst kl. 20 í Hömrum.
Lesa meira

Myndlistasýningin 22 konur í Hofi

Þann 25. ágúst opnar sýning Írisar Auðar Jónsdóttur, 22 konur, í menningarhúsinu Hofi. Málverkaröðin samastendur af 22 portrait myndum af konum, en þær endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins. Íris fær sinn innblástur úr ólíkri tónlist sem mótar persónurnar sem verða til. Þetta er fyrsta einkasýning Írisar. Allar myndirnar eru unnar með akrýl á pappír.
Lesa meira

SÍÐASTA SÝNINGARHELGI “Aðgerð/Gutted”

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu bæjarlistamanns Akureyrar 2016-17 Haraldar Inga Haraldssonar Aðgerð/Gutted hér í Hamragili. Sýningin sem samanstendur af málverkum og smáskúlptúrum hefur staðið frá 13. maí síðastliðnum og lýkur sunnudaginn 13. ágúst.
Lesa meira

Spari Dynheimaball í Hofi um versló

Hefð er fyrir því um verslunarmannahelgina á Akureyri að fram fari svokallað Dynheimaball og er um að ræða dansleik fyrir fullorðið fólk (allir eldri en 30 ára. Er þá verið að vísa í félagsmiðstöðina Dynheima þar sem ungt fólk dansaði á áttunda og níunda áratugnum og fá margir fiðring í tærnar við tilhugsunina eina. Í ár verður dansleikurinn settur í sparibúning og haldinn hér í Hofi nánar tiltekið í Hömrum og Hamragili. Laugardaginn 5. ágúst kl 22.00 hefst ballið og því ráð að pússa dansskóna og þurrka rykið af spariklæðnaðnum. Miðasala er hafin á mak.is
Lesa meira

Listasumar í Hofi

Menningarfélag Akureyrar og Listasumar taka höndum saman og bjóða meðal annars upp á dans, pönk og íslenskar söngperlur í Hofi í sumar. Dagskráin í Hofi er afrakstur góðar samvinnu Menningarfélags Akureyrar og Listasumars.
Lesa meira

LMA sýnir í Hofi næsta vor

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) sýnir næsta leikverk sitt á fjölum Hamraborgar í Hofi. Menningarfélag Akureyrar og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri skrifuðu á dögunum undir samning þess efnis.
Lesa meira

Fundur fólksins til Akureyrar

Almannaheill – Samtök þriðja geirans hafa samið við Menningarfélag Akureyrar um framkvæmd á lýðræðishátíðinni Fundur fólksins sem haldinn verður dagana 8. og 9. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Haldnir hafa verið tveir vel sóttir kynningarfundir um hátíðina annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri.
Lesa meira

Sjómannadagsstemning

Það verður létt sjómannadagsstemning í húsinu á sunnudaginn 11. júní frá klukkan 14 til 17. Fram koma fimir og flinkir danshópar frá dansskólanum Steps Dancecenter og Haraldur Ingi Haraldsson fyrrum bæjarlistamaður verður með leiðsögn um sýningu sína Aðgerð/Gutted en hún prýðir veggi Hofs. Norðlensku tónlistarkonurnar Helga Kvam, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir stíga á svið um kaffileytið og flytja sjómannalög auk þess sem þau Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason flytja ljúfar dægurlagaperlur.
Lesa meira

Opnun sýningar í Amtsbókasafninu

Sýning Amtabókasafnsins í tilefni af 100 ára afmæli Leikfélagsins á Akureyri var opnuð í gær. Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu, sagði stuttlega frá tilurð og framkvæmd sýningarinnar og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins opnaði hana. Búningar, grímur og ljósmyndir skipa veglegan sess á sýningunni.
Lesa meira