FRÉTTIR

Hátíðarsýning og hljóðverskynning

Lesa meira

Tónaflóð leikskólabarna og TA

Tónlistarskólinn á Akureyri og leikskólar bæjarins bjóða öllum bæjarbúum á söngsal í Hofi dagana 5.-7. febrúar kl. 10. Í vetur hófst nýtt samstarfsverkefni Tónlistarskólans, grunnskólanna og leikskólanna á Akureyri og kallast það Söngvaflóð. Það eru tveir elstu árgangarnir á leikskólunum, börn fædd 2012 og 2013, sem munu syngja af innlifun og leyfa öllum að heyra hvaða söngva þau hafa verið að læra í vetur. Þessir hressu krakkar munu ásamt blásarasveit Tónlistarskólans flytja lög úr bókinni Trommur og Töfrateppi eftir Soffíu Vagnsdóttur tónmenntakennara og núverandi sviðsstjóra fræðslusviðs.
Lesa meira

Framlög til MAk hækka

Lesa meira

Ólafur Egill leikstýrir Sjeikspír eins og hann leggur sig

Lesa meira

Skráning í Leiklistarskóla LA hafin

Lesa meira

MAk og RÚV ræða samstarf

Lesa meira

SN með stórtónleika í Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit Færeyja

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SinfoniaNord) mun í byrjun febrúar sameinast Sinfóníuhljómsveit Færeyja og mynda eina nútímastórhljómsveit til að halda Íslandsskotna tónleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum þann 3. febrúar í Norðurlandahúsinu. Stórstjörnurnar Eivör Pálsdóttir söngkona, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Valgerður Guðnadóttir óperusöngkona verða í brjósti fylkingar þegar sameinaðar hljómsveitirnar flytja tvö íslensk verk og eitt færeyskt. Einnig koma fram meðlimir Kammerkórs Norðurlands og Kórs Sinfóníuhljómsveitar Færeyja.
Lesa meira

Starf leikhússtjóra laust til umsóknar

Menningarfélag Akureyrar auglýsir eftir leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Leikfélag Akureyrar er leiklistarsvið Menningarfélags Akureyrar og eitt af þremur kjarnasviðum þess. Leikhússtjóri vinnur náið með öðrum sviðsstjórum MAk og framkvæmdastjóra, auk þess að sitja reglulega fundi með þeim og stjórn MAk. Viðkomandi kemur til með að vinna með hæfileikaríku fólki alls staðar að af landinu og verða hluti af framtíð félags sem á sér djúpar rætur í hefð og sögu leiklistar á Íslandi. Til að sækja um þarf að senda ítarlega ferilskrá og umsóknarbréf þar sem rakin er hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2018. Umsóknir skulu sendar á netfangið umsoknir@mak.is. Umsjón með ráðningunni hefur framkvæmdastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, ásamt stjórn MAk.
Lesa meira

Afmælisvika Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi

Lesa meira

Leikhússtjóri lýkur störfum

Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.
Lesa meira