FRÉTTIR

Finnsk menning umlykur Hof

Menningarfélag Akureyrar býður til finnskrar viku í Hofi dagana 16. – 22. október. Upplestur úr finnskum bókmenntum, stuttmyndasýning, harmonikkuball, sögu- og föndurstund fyrir börn, Pub Quiz er meðal annars þess sem boðið verður uppá þessa viku. Veitingastaðirnir Nanna og 1862 Nordic Bistro bjóða uppá matseðla með finnsku ívafi alla vikuna og verslunin Kista leggur sérstaka áherslu á finnskra vörur. Punkturinn yfir i-ið er stórtónleikarnir Finlandia og Frón sunnudaginn 22. október kl. 16
Lesa meira

Laus staða hjá Menningarfélaginu

Menningarfélag Akureyrar leitar öflugum einstaklingi í starf kynningar- og markaðsstjóra. Til að sækja um þarf að senda ferilskrá ásamt umsóknarbréfi á umsoknir@mak.is, umsóknarfrestur er til og með 22. október 2017. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, thuridur@mak.is
Lesa meira

LVMA sýnir Ávaxtakörfuna í Hofi.

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri (LVMA) sýnir næsta leikverk sitt, Ávaxtakörfuna, á fjölum Hamraborgar í Hofi. Menningarfélag Akureyrar og Þórduna nemendafélag Verkmenntaskólans á Akureyri skrifuðu á dögunum undir samning þess efnis. Á þessu starfsári gafst tilvalið tækifæri til að bjóða LVMA að vera með æfingaaðstöðu og sýningar í Hofi þar sem uppfærslur Leikfélags Akureyrar og gestasýningar þess verða allar í Samkomuhúsinu.
Lesa meira

Fjölbreyttur október framundan

Það er fjölbreyttur október framundan og margt sem göfgað getur manninn í byrjun vetrar. Gamanleikur Hunds í óskilum KVENFÓLK, vinnusmiðjan Girrrrrls fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára, gestasýning LA Þú kemst þinn veg í Samkomuhúsinu, salsadans í viðburðaröðinni Komdu að dansa, tangóskotið harmonikkuball, tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlans FINLANDIA OG FRÓN, tónleikakynning með finnska sendiherranum, finnsk þemavika í Hofi og uppistand með grínurunum í Mið -Íslandi!
Lesa meira

Standandi uppklapp á Kvenfólk!

Leikfélag Akureyrar frumsýndi Kvenfólk eftir Hund í óskilum síðastliðinn föstudag í Samkomhúsinu. Verkið er drepfyndið, revíuskotin sagnfræði með söng og tónlist. Í sýningunni fer Hundur í óskilum á hundavaði yfir kvennasöguna og veltir við hverjum steini og þúfu við mikla kátínu og gleði áhorfenda. Á frumsýningunni var mikið hlegið, klappað, sungið með og sumir fengu ryk í augað. Í lok sýningar risu áhorfendur úr sætum og hylltu flytjendur og höfunda ásamt listrænum stjórnendum.
Lesa meira

Alþjóðleg jarðvarmaráðstefna í menningarhúsinu Hofi

Íslenskar orkurannsóknir standa fyrir tveimur fjölmennum jarðvísindaviðburðum í menningarhúsinu Hofi þessa vikuna. Um 200 jarðvísindamenn og -konur, þar af 43 frá Íslandi, sækja fundi og ráðstefnu dagana 1.-6. október. Vísindafólkið kemur frá 15 löndum, þar á meðal frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, nokkrum Evrópulöndum og Mexíkó.
Lesa meira

Uppselt á Kvenfólk!

Leikfélag Akureyrar frumsýnir þann 29. september 323. sviðsetningu félagsins. Verkið er nýtt íslenskt sviðsverk eftir Hund í óskilum sem ber titilinn Kvenfólk. Dúettinn skipa þeir Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen, en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis kvennahljómsveitar í sýningunni. Í verkinu fara þeir Hjörleifur og Eiríkur á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Lesa meira

SN hyllir LA í tilefni 100 ára afmælis

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hyllir Leikfélag Akureyrar með revíuskotnum sinfóníutónleikum í tilefni af 100 ára afmæli þess. Töfrandi minningaleiftur úr sögu LA í Hamraborg laugardaginn 23. september kl. 20. Þar verða flutt söngleikjalög, revíulög, farsakennd lög, popplög, rokklög og aríur sem einhvern tímann hafa ómað í Samkomuhúsinu síðustu öldina. Stiklað verður á stóru í sögu LA með hjálp góðra gesta. Þar verða í broddi fylkingar þau Selma Björnsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Andrea Gylfadóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Greta Salóme Stefánsdóttir og ljóti hálfvitinn séra Oddur Bjarni Þorkelsson.
Lesa meira

Leikfélag Akureyrar býður til GRRRRRRLS danssmiðju

Leikfélag Akureyrar býður til dansvinnusmiðju fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára, leiðbeinandi er Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur. Ekkert þáttökugjald. Aðspurð segir Ásrún: “vinnusmiðjan er sprottin úr danssýningunni GRRRRRLS sem sló í gegn í Reykjavík síðasta vetur. Í sýningunni tók hópur unglingsstúlkna yfir sviðið og lét rödd sína heyrast og ljós sitt skína. Nú verður unnið með svipaðar aðferðir og voru notaðar í sýningunni.” En hvernig fer svona vinnusmiðja fram?
Lesa meira

Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir fósturverkefnum

Eitt af markmiðum LA er að rækta hæfileika ungs listafólks í frumsköpun í sviðslistum, að vera gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar rætast. Rödd ungs fólks er mikilvæg og skapa þarf tækifæri fyrir unga listamenn til að eiga stefnumót við áhorfendur. Við viljum að spurningum og rannsóknum borgaranna sé veittur skapandi vettvangur í leikhúsinu. Þessum markmiðum viljum við ná með Gróðurhúsi LA. Við auglýsum eftir verkefnum frá sviðslistafólki til að verða fósturverkefni Leikfélags Akureyrar. Þau sviðslistaverkefni sem sem valin eru verða hluti af leikárinu 2018-2019.
Lesa meira