FRÉTTIR

Surtsey - Mávaból og Dimmalimm

Á sunnudagsmorgunn er komið að yngstu kynslóðinni til að njóta en þá sýnir Kómedíuleikhúsið ævintýrið um Dimmalimm í Hofi. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur.
Lesa meira

Surtsey – Mávaból í Hofi

Myndlistarsýning Þórunnar Báru Björnsdóttur, Surtsey – Mávaból, opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 11. janúar klukkan 14.
Lesa meira

Tónleikum Bubba frestað til 4. janúar

Fyrirhuguðum tónleikum Bubba Morthens í Hofi Akureyri á morgun 21. desember hefur verið frestað til 4. janúar vegna slæmarar veðurspár og erfiðrar færðar .
Lesa meira

Skráning í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar hafin

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn og unglinga í 2.-10. bekk grunnskóla.
Lesa meira

Stór helgi framundan

Þótt jólahátíðin sé rétt handan við hornið er mikið um að vera í Menningarhúsinu Hofi um helgina.
Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðarnar

Miðasala Hofs verður opin laugardaginn 21. desember og sunnudaginn 22. til klukkan 19.00 en á Þorláksmessu til 20.00. Miðasalan opnar svo á nýju ári 2. janúar klukkan 13.00.
Lesa meira

Nemendur Leiklistarskólans sýndu afrakstur haustsins

Nemendur Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar sýndu afrakstur haustsins fyrir vini og vandamenn í Samkomuhúsinu um helgina. Tæplega 70 krakkar sýndu sjö leiksýningar og stóðu allir nemendur sig með mikilli prýði, sem heyra mátti á fagnaðarlátunum eftir hvern hóp.
Lesa meira

Indæl aðventa í Hofi

Það verður í nógu að snúast á aðventunni í Menningarhúsinu Hofi þetta árið. Á morgun, föstudag, koma mikilvægir gestir í hús þegar öll börn í fyrsta bekk grunnskóla Akureyrar koma í heimsókn. Menningarhúsið Hof, í samstarfi við Norðurljós, bjóða krökkunum í þessa skemmtilegu jólastund.
Lesa meira

Reykjavíkurdóttir á svið Samkomuhússins

Leikkonan og tónlistarkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í söngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar.
Lesa meira

Velkomin á opinn samlestur á verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar í Samkomuhúsinu

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Vorið vaknar þann 31. janúar í Samkomuhúsinu og af því tilefni verður opinn samlestur fimmtudaginn 12. desember klukkan 15-17 en þá munu leikarar lesa og syngja lögin úr verkinu á sviðinu. Gestum og gangandi er velkomið að kíkja við hvenær sem er á þeim tíma.
Lesa meira