FRÉTTIR

Efnisskrá Svanavatnsins

Líkt og vanalega verðru efnisskrá Svanavatnsins eingöngu á rafrænu formi. Hér er efnisskráin.
Lesa meira

Laugardagsmorgunn í leikhúsinu

Leikfélag Akureyrar býður upp á nýjan félagsviðburð; Laugardagsmorgunn í leikhúsinu. Fyrsti morguninn verður 23. nóvember kl. 11-12 í Borgarasal Samkomuhússins.
Lesa meira

Stórbrotinn dans og töfrar Tchaikovskys

Það er stór helgi framundan því hátíðarballettinn frá Pétursborg er væntanlegur í Hof á hverri stundu. Á sunnudaginn mun rússneski ballettinn flytja einhvern vinsælasta ballett allra tíma. Svanavatnið sameinar tilkomumikla ástarsögu, stórbrotinn dans og töfra Tchaikovskys sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur.
Lesa meira

Fjólublátt Hof á Alþjóðlegum degi fyrirbura

Um helgina var kveikt á fjólubláum ljósum í Hofi til að vekja athygli á málefnum fyrirbura. Alþjóðlegur dagur fyrirbura er 17. nóvember en á þeim degi hefur myndast sú hefð að lýsa upp þekktar byggingar og mannvirki í þessum lit um allan heim.
Lesa meira

Ör, Ðe Lónlí Blú Bojs og Gustur um goluengi

Það verður eitthvað fyrir alla hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Gestasýning Þjóðleikhússins Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) verður í Samkomuhúsinu föstudags- og laugardagskvöld.
Lesa meira

Júlí Heiðar er Melchoir

Leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson leikur Melchior í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar setur upp í janúar. Júlí Heiðar útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann lék til að mynda í kvikmyndinni Webcam, hefur tekið þátt í uppfærslum Borgar- og Þjóðleikhússins og sér auk þess um fræðsluþættina KLINK sem sýndir eru á Rúv Núll.
Lesa meira

Nánast uppselt á Svanavatnið

Hátíðarballettinn frá Pétursborg flytur Svanavatnið ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hamraborg í Hofi sunnudaginn 24. nóvember. Nánast uppselt er á viðburðinn.
Lesa meira

Edda Björg leikur í Vorið vaknar

Leikkonan landsþekkta, Edda Björg Eyjólfsdóttir, verður á meðal leikara í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í byrjun næsta árs.
Lesa meira

Svartar fjaðrir – Gestaboð í Hofi

Menningardagskrá í tilefni af 100 ára útgáfuafmæli fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar Svartar fjaðrir. Sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00.
Lesa meira

Eyrin Restaurant opnar í næstu viku

Nýi veitingastaðurinn í Hofi, Eyrin Restaurant, mun hefja rekstur miðvikudaginn 13. nóvember.
Lesa meira