FRÉTTIR

Hlátrasköll glaðbeittra barna í húsakynnum Menningarfélagsins

Hlátrasköll glaðbeittra barna og skemmtilegar söngraddir þeirra hljómuðu um snæviþakin húsakynni Menningarfélagsins þessa fyrstu daga aðventunnar þegar nemendur í 1. 3 og 4 bekk í grunnskólum Akureyrar og nágrennis komu í heimsókn í Samkomuhúsið og Hof.
Lesa meira

Aðlaðandi aðventa

Aðra helgina í aðventunni eru það jólabörnin í Norðurljósum þau Magni Ásgeirs, Helga Möller, Óskar Pétursson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Jakobsson, Erna Hrönn og Valdimar Guðmundsson sem stíga á stokk ásamt hljómsveit og spila uppáhaldsjólalögin sín fyrir gesti. Þetta er fjórða árið sem tónleikar Norðurljósa fara fram í Menningarhúsinu Hofi, Viðtökurnar hafa verið afar góðar og eru þau með ferna tónleika þessa helgi. Á laugardaginn þann 9. desember kl. 13 stendur Tónlistarfélag Akureyrar fyrir jólatónleikum með hinu írska svissneska söngtríói White Raven. Tríóið syngur ensk jólalög í bland við írsk þjóðlög. Punkturinn yfir i-ið þessa helgi er svo jólaasýning nemenda í dansskólanum Steps Dancecenter sem taka sporin í Hamraborg.
Lesa meira

Stúfur frumsýnir nýtt leikrit 1.desember

Um síðustu jól sýndi Stúfur jólasýningu sína Stúfur við frábærar viðtökur í Samkomuhúsinu og snýr nú aftur með nýja leiksýningu Stúfur snýr aftur sem frumsýnd verður þann 1. desember. Uppselt er á sýningar 2. 3. og 9. desember en það eru lausir miðar á frumsýninguna þann 1. desember. Stúfur hefur notað tímann vel eftir síðustu jólavertíð og meðal annars æft sig að spila á hljóðfæri, stundað þrotlausa líkamsrækt og smurt raddböndin.
Lesa meira

Yfirlýsing frá SAVÍST

SAVÍST, samtök atvinnuveitenda í sviðslistum, sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu; Stjórnendur þeirra menningarstofnana sem eiga aðild að samtökunum munu bregðast við stöðunni sem uppi er varðandi áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum og láta gera sameiginlega faglega úttekt á stöðunni sem verður fylgt eftir með markvissum hætti í samráði við hlutaðeigandi fagfélög. Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.
Lesa meira

Ballettinn Þyrnirós í Hofi

Menningarfélag Akureyrar og Hátíðarballet St. Pétursborgar sýna Þyrnirós á fjölum Hamraborgar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands dagana 26. og 27. nóvember kl. 19.30. Hér er á ferðinni ballettsýning á heimsmælikvarða þar sem atvinnuballettdansarar töfra áhorfendur með einstökum þokka ballettdansarana, fallegum búningum og ævintýralegri sviðsmynd við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Lesa meira

Kristinn kominn norður.

Kristinn Sigmundsson söngvari er kominn til Akureyrar. Tónleikar þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, Konungar og förusveinar, verða því í kvöld og hefjast kl. 20 í Hömrum.
Lesa meira

Aríur og söngljóð í Hofi

Kristinn Sigmundsson bassi og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja fjölbreytta efnisskrá með söngljóðum og aríum eftir íslensk og erlend tónskáld á tónleikum sínum Förusveinar og konungar fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20 í Hömrum.
Lesa meira

Jónas Hallgrímsson hylltur í Hofi

Jónasarsetur, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal, býður til afmælisdagskrárinnar Á íslensku má alltaf finna svar laugardaginn 18. nóvember kl. 14 í Hamraborg í Hofi í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar. Tilefnið er 210 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds, náttúrufræðings og nýyrðasmiðs.
Lesa meira

Kvenfólk- Aukasýningar í janúar og febrúar!

Uppselt hefur verið á allar sýningar frá frumsýningu á þessa frábæru sýningu sem hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og áhorfanda. Leikfélag Akureyrar hefur því ákveðið að taka sýninguna upp á nýju ári. Leikverkið Kvenfólk er eftir dúettinn Hund í óskilum sem er skipaður af þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta þeir fulltingis kvennahljómsveitarinnar Bríet og bomburnar í sýningunni. Þar fara þeir Hjörleifur og Eiríkur á hundavaði yfir kvennasöguna í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Lesa meira

Myndlistarsýningin Endurtekningar í Hofi

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Endurtekningar í Hofi þann 18.nóvember kl.16.15 en sýningin stendur til 7.janúar 2018.
Lesa meira