Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Upptaktinn 2026!

Leynast hæfileikabúnt eins og Laufey Lin, Una Torfa eða Flóni á þínu heimili?


Búið er að opna fyrir umsóknir í UPPTAKTINN – tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á Norðurlandi eystra á mak.is

Markmiðið er að hvetja börn og ungmenni í 5.-10. bekk til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar.

Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn Gretu Salóme, tónlistarkonu; fiðluleikara, söngkonu og tónskálds. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum,

sem opnir eru öllum þar sem atvinnuhljóðfæraleikarar spila og ungu tónskáldin sitja út í sal og njóta með gestunum. Tónleikarnir eru teknir upp í hljóð og mynd og verða aðgengilegir á RÚV.

Lengd tónverks (eða hugmynd að lagi), óháð tónlistarstíl, skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 6 flytjendur.
Innsent lag má vera í hugmyndaformi, því ef það kemst áfram verður það fullunnið áfram með tónlistarstjóranum Gretu Salóme.

Þetta er frábær vettvangur fyrir börn og ungmenni til að koma hugmyndum sínum í tónlist á framfæri. Það er hægt að „keppa“ í listum, skapa sér nafn og hafa lífsviðurværi af tónlist!

Dómnefnd skipuð reyndu tónlistarfólki hlustar á allar innsendar umsóknir og velur átta þátttakendur, sem fá að halda áfram til að fullvinna verk sín. Þau verk verða síðan flutt á tónleikunum.

Sótt er um á mak.is

Svona tekurðu þátt: 

 

Og svona er ferlið frá hugmynd til verðlauna, frá vali dómnefndar til uppskeruhátíðar í Hofi 

Hér má sjá allar nánari upplýsingar um Upptaktinn: https://www.mak.is/is/menningarhusid-hof/upptakturinn-a-akureyri

Hér má sjá þau verk sem komust áfram í fyrra: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/upptakturinn-2025-akureyri/38188/bc61m4

Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu og styrkt af Sóknaráætlun SSNE.

Til baka