Fara í efni

Stefna Menningarfélags Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar - Skapandi aflvaki til framtíðar

Menningarfélag Akureyrar er fjölbreytt, skapandi og áræðið með djúpar rætur í hefð og sögu klassískrar tónlistar og leiklistar. MAk vill rækta og auðga samfélag sitt með framleiðslu listviðburða með sterka samfélagslega tengingu ásamt því að vera eftirsóknarverður vettvangur fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur af landinu öllu. MAk vill fóstra og næra listræna hæfileika, metnað og vera þannig uppspretta nýrra og krefjandi verkefna.

MAk er þungamiðja öflugs menningarstarfs þar sem flestir angar lista- og menningarlífs dafna og blómstra. Það skapar ný samfélagsleg verðmæti með því að hlúa að frumsköpun og gefur ungu fólki tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur.

Þess er gætt að kynjahlutföll í verkefnum og ráðningum séu jöfn. Umhverfissjónarmiða er gætt í allri starfsemi og notkun á hráefnum höfð í lágmarki.

Í stefnu MAk er megin áhersla lögð á að efla atvinnustarfsemi í sviðslist og sinfónískri tónlist á Akureyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomuhússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Menningarfélag Akureyrar er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst, rík áhersla er því á grasrótina og að fóstra listræna hæfileika. Menningarfélagið er óhrætt við að takast á við áskoranir eins og frumflutning á nýjum íslenskum verkum, bæði í sviðslistum og á sviði sinfónískrar tónlistar. Tónlistarsvið, viðburðasvið og leiklistarsvið vinna saman að sýningum, þvert á kjarnasvið MAk sem er segull á  áhorfendur heima og handan heiða. Framtíðarsýn MAk byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu. Rauði þráðurinn í nýrri  stefnu MAk er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag.

Viðburðasvið

Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið ætla að vera þungamiðja öflugs menningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins og miðstöð menningar með sterka samfélagslega tengingu. 

Menningarfélag Akureyrar stuðlar að menningarlegu uppeldi meðal annars í gegnum viðburðasvið með því að fá sem flesta anga lista- og menningarlífs til að dafna og blómstra í húsakynnum sínum. Áhersla er því lögð á að samsetning dagskrár höfði til fjölbreytts hóps gesta.

Með þverfaglegu samstarfi á milli menningarstofnana á svæðinu og á landsvísu, annarra hagsmunaaðila og listafólks verður stuðlað að samfélagslegri ábyrgð í menningarlegu tilliti.

Viðburðasvið vill vera eftirsóknarverður vettvangur fyrir viðburði af landinu öllu, ásamt því að vera aðlaðandi fyrir framleiðendur listviðburða, listafólk og gesti. Áhersla er lögð á að vekja athygli á ungu listafólki í skapandi greinum. Þannig má hlúa enn betur að grasrótarstarfi listafólks, sinna ákveðnu menningaruppeldi sem nauðsynlegt er til að göfga andann og styrkja sjálfsmynd listafólks og annarra íbúa.

Að vera framúrskarandi vettvangur fyrir fundi, ráðstefnur og veislur er mikilvægt markmið viðburðasviðs. Áhersla er því lögð á samstarf hagsmunaaðila á svæðinu, aukna kynningu á húsakynnum og möguleikum á að bjóða uppá klæðskerasniðinn vettvang fyrir slíka viðburði, auk þess að bjóða uppá besta mögulega tæknibúnað og þjónustu hverju sinni.  

 

Vera eftirsóknarverður vettvangur fyrir listviðburði af landinu öllu.

- Aðlaðandi fyrir framleiðendur listviðburða, listafólk og gesti.

Bjóða uppá besta mögulega tæknibúnað hverju sinni, veita góða þjónustu og vera með hæft starfsfólk. Markvissari markaðssetning út fyrir Eyjafjörð, beina sjónum að Austurlandi og Norð-vesturlandi.

 

Vera miðstöð menningar með sterka samfélagslega tengingu.

- Þungamiðja öflugs menningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins

Vera áningarstaður innlendra og erlendra gesta. Vera vettvangur bæjarlistafólks í lok starfsárs.

Efla samstarf við Akureyrarstofu vegna viðburðadagskrár í bænum. Skipuleggja dagskrá með opnum huga gagnvart þátttöku í viðburðum á vegum Akureyrarbæjar og í Akureyrarbæ ef hægt er. Efla samstarf við aðrar menningarstofnanir bæði í bænum og landinu öllu

 

Vera eftirsóknarverður vettvangur fyrir fundi og ráðstefnur.

Öflug og leiðandi aðild í ráðstefnuklasa.  Aukin og markvissari markaðssetning innanlands

Markviss markaðssetning utanlands í gegnum samstarfsaðila.

Aukið samstarf við hagsmunaaðila

Aukinn sýnileiki á heimasíðu t.d. í formi verðskrár og mynda. Að geta bókað sal og veitingar í sömu pöntun.

 

Að vekja athygli á skapandi greinum með áherslu á ungt listafólk.

Horfa á mikilvægi skapandi greina í samfélaginu, ýta undir þátttöku gesta, áhorfs og hlustunar. Sérstaklega er horft til sviðslista, tónlistar, listdans, ritlistar og hönnunar.

Hlúa að grasrótarstarfi í skapandi greinum með því að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að spreyta sig. Samstarf við aðrar menningarstofnanir s.s. Skáldahúsin, Minjasafnið, Listasafnið, Amtsbókasafnið, Háskólann, framhaldsskólana, grunnskólana og Akureyrarbæ/Akureyrarstofu. Efla samstarf við Tónlistarskóla Akureyrar, Tónlistarfélag Akureyrar og tónlistarfólk.

 

Leiklistarsvið 

Aðgengi, mennska, hlutdeild, fjölbreytileiki, forvitni og gjafmildi eru vörður sem Leikfélag Akureyrar hefur að leiðarljósi í þeirra víðasta skilningi í allri sinni starfsemi. Það skapar metnaðarfulla dagskrá sem hefur að leiðarljósi nýsköpun í sviðslistum, að færa sígild skáldverk nær áhorfendum í dag og þannig skapa ný samfélagsleg verðmæti.

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leikári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga menningarlæsi áhorfenda á öllum aldri. Það skapar viðburð þvert á kjarnasvið MAk sem er segull á  áhorfendur heima og handan heiða og er vitnisburður um virðisauka samstarfs innan MAk.

Leikfélagið ræktar hæfileika ungs listafólks í frumsköpun í sviðslistum og er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rödd ungs fólks er mikilvæg og ungu fólki skal gefið tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur. Spurningum og rannsóknum borgaranna er gefin snertiflötur við sitt samfélag í verkefnum Leikfélags Akureyrar.

Þess er gætt til hins ýtrasta að kynjahlutföll í verkefnum tengdum sviðsetningum séu jöfn og að verkefni og framleiðsla séu ekki vettvangur hatursorðræðu. Listrænum stjórnendum er falið að gæta umhverfissjónarmiða við sviðsetningu listviðburða. Tillit skal tekið til vistspors og sóun á hráefnum skal vera í lágmarki.

 

Sviðssetningar

Fjögur leikverk sviðsett á hverju leikári, annað hvort sem eigin framleiðsla eða í samstarf við aðrar sviðslistastofnanir. Framleidd verða tvö leikverk fyrir útvarpsleikhús á ári í samstarfi við ljósvakamiðil frá og með 2019.

Starfandi leikhópur hjá LA sem samanstendur af ekki færri en sex leikurum sem eru ráðnir a.m.k. til eins árs í senn.

Leikfélagið stendur fyrir Borgarasviðinu á hverju ári. Borgarasviðið er staður fyrir þá sem hafa eitthvað að segja um sitt samfélag og þrá að taka áskorun hins listræna ferlis og staður þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi. Þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn.

Skapa viðburð þvert á kjarnasvið MAk sem er segull á  áhorfendur heima og handan heiða og er vitnisburður um virðisauka samstarfs innan MAk.

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leiksári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga menningarlæsi áhorfenda á öllum aldri.

 

Gróðurhús

Leikfélagið ræktar hæfileika ungs listafólks í frumsköpun í sviðslistum og er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rödd ungs fólks er mikilvæg og ungu fólki skal gefið tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur. Starfræktur er öflugur leiklistarskóli fyrir gunnskólanemendur í 3.-10. bekk. Skólinn ræktar frumsköpun samhliða þjálfun í tækni, rödd og líkamstjáningu.

Fóstruð eru sviðslistaverkefni sem eru frumsköpun og hafa tengingu við samfélag okkar hvort sem er í gegnum efnistök eða þá listamenn sem standa að verkefnunum

Leikfélag Akureyrar stuðlar að uppbyggingu öflugrar sviðslistarmenningar og ræktar samband sitt við grasrótarstarf á starfssvæðinu. Saga og starfsemi félagsins kynnt grunnskólanemendum.

 

Tækjabúnaður

Framhús, sviðsbúnaður og tækjakostur Samkomuhússins verði uppfærður þannig að sá búnaður og vinnuaðstæður standist væntingar og kröfur sem gerðar eru til leikhúsa af sambærilegri stærð.

 

Samfélagsleg ábyrgð

Leikfélag Akureyrar gætir þess til hins ýtrasta að kynjahlutföll tengdum sviðsetningum séu jöfn og að verkefni og framleiðsla sé ekki vettvangur hatursorðræðu. Listrænum

Stjórnendum er falið að gæta umhverfissjónarmiða við sviðsetningu listviðburða. Tillit skal tekið til vistspors og sóun á hráefnum skal vera í lágmarki.

 

Tónlistarsvið

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) er nútímaleg og verkefnamiðuð hljómsveit. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist, sérhæfir hljómsveitin sig í upptökum á kvikmyndatónlist og frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. SN brýtur múra milli tónlistarstefna og vill brúa bilið milli áheyrenda og flytjenda. SN leitast alltaf við að hafa gæði tónlistarflutningsins sem aðalatriði.

Nútímaleg: SN nýtir sér þá tækni sem er fyrir hendi, má þar nefna sem dæmi notkun ljósa, sjónlistar og hljóðmögnunar. Hljómsveitin mun leggja áherslu á að sækja sér verkefni t.d. með þjónustu við kvikmyndaiðnað, leikhús, viðburðahaldara, tónskáld, hljómsveitir og aðra listamenn sem sækjast eftir sinfónískum hljóm í verk sín. Hún tekur þátt í samstarfsverkefnum og sækir tónlistarhátíðir.

Brýtur múra milli tónlistarstefna: SN leikur allar stíltegundir tónlistar í sinfónískum búningi. Allt frá þungarokki, jass, hip hop, framúrstefnutónlist, popptónlist til sígildrar tónlistar.

Brúar bilið milli áheyrenda og flytjenda: SN leggur sig fram við að skapa nánd við tónleikagesti með reglulegum tónverkakynningum fyrir tónleika og boð á opnar æfingar. Hljómsveitin verður sýnileg í bæjarlífinu og þekkt á landsvísu fyrir fjölhæfni sína og sérstöðu.

Gæði tónlistarflutningsins sem aðalatriði: SN vill styðja hljóðfæraleikara sveitarinnar til að halda við færni sinni með markvissum æfingum, endurmenntunarmöguleikum og námskeiðum í hljóðversvinnu.

 

Vera kyndilberi sinfónískrar tónlistar af öllum gerðum á Norðurlandi og landinu öllu og auðga þannig menningarlífið.

Standa að fjölbreyttum verkefnum þvert á stíla eins og; tónleikum, upptökum, fræðslu og annarri starfsemi tengdri sinfónískri tónlist og auðga þannig menningarlífið á Norðurlandi.

Hlúa að markvissri markaðssetningu SN á landinu öllu, þannig að þjóðin þekki Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fyrir hvað hún stendur. Auka fjölda verkefna hljómsveitarinnar (tónleikar, upptökur, þjónusta) þannig að þau verði a.m.k tvö á mánuði eftir 2 ár. Kveikja áhuga hjá ungu fólki á klassískri tónlist með fjölbreyttum og spennandi tónleikum þvert á stíla og stefnur. Sinna með öflugu samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri.

 

Að tónlistarsvið MAk sé öflug miðstöð þekkingar varðandi viðburði sem hafa með sinfóníska tónlist að gera og veita þar með hljóðfæraleikurum SN aukin tækifæri til að lifa á list sinni.

Aukið fjármagn til framleiðslu, bæði með sjálfsaflafé og eflingu menningarsamningsins.

Að rekstrarform SN geri hljómsveitinni kleift að bregðast hratt við tækifærum sem gefast.

Efla samstarfið við TA og koma að stofnun tónlistarframhaldsskóla og byggja upp hljóðver og tónlistariðnað í Hofi. Leggja áherslu á ánægjulegt starfsumhverfi. Starfa í jákvæðni. Horfa til tækifæranna með opnum hug.

 

Að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafi skýra sérstöðu og efli árangur sinn á öllum sviðum.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun halda áfram að þróa rekstrarform sitt næstu 5 árin.

Hljómsveitin vill sérhæfa sig í færni varðandi upptökur á sinfónískri tónlist í ljósi uppbyggingar á tónlistariðnaði í Hofi með byggingu nýs hljóðvers.

Hlutur tónlistarkvenna verður efldur þegar kemur að vali á tónverkum, flytjendum og hljómsveitarstjórum.       

SN vill vera hreiður nýsköpunar á sinfónískri tónlist og vera þannig segull á tónskáld og hljómsveitarstjóra.

SN vill auka tónleikahald annars staðar en á Akureyri, sinna landinu öllu auk þess að eiga í samstarfi við nágrannaþjóðirnar.

Framfarir hjá hljómsveitinni verða metnar og tónlistarflutningur efldur.

 

Framtíðarsýn tónlistarsviðs

Að tónlistarsvið MAk verði miðstöð þekkingar á öllum hliðum viðburða sem hafa með sinfóníska tónlist að gera og tryggja þar með atvinnutónlistarmönnum á Norðurlandi fjölda tækifæra til að lifa á list sinni.

Að SN verði augljós kostur fyrir viðburðarhaldara, tónskáld, kvikmynda-framleiðendur og hljómsveitir, listamenn sem sækjast eftir að fá sinfónískan hljóm í verk sín eða viðburði. Það verði til þess að styðja undir öfluga uppbyggingu tónlistariðnaðar í Hofi.

Að framlögin úr menningarsamningnum og sjálfsaflafé verði nægilegt til að SN verði sannarlega áfram atvinnuhljómsveit og geti þannig haldið úti öflugri dagskrá klassískra tónleika.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafi áfram sérstöðu á landsbyggðinni varðandi flutning á sígildri hljómsveitartónlist og bæti og auðgi sjálfsmynd íbúa á landinu öllu í menningarmálum. Það eykur lífsgæði allra.

 

Mannauðsstefna

 

Hjá Menningarfélaginu er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi, það upplifi að það geti nýtt hæfileika sína og þróað þá áfram.

Með virkri starfsmannastefnu og með því að hlúa að ytra umhverfi starfsfólks leggur MAk áherslu á góðan starfsanda, að á milli starfsfólks ríki hreinskilni, trúnaður og uppbyggileg gagnrýni, ásamt jákvæðu viðmóti sem nær einnig til gesta og viðskiptavina.

MAk leitast við að hafa yfir að ráða hæfu og áhugasömu starfsfólki, sem er ábyrgt og sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi.