FRÉTTIR

ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) í Samkomuhúsið

Leikritið ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri 15. og 16. nóvember en sýningin er gestasýning Þjóðleikhússins.
Lesa meira

Galdragáttin, Mannakorn og Loksins engin orð

Helgin framundan er sneisafull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum, bæði í Hofi og í Samkomuhúsinu.
Lesa meira

Nýr veitingaaðili í Hof

Nýr veitingaaðili mun taka við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi í byrjun nóvember. Nýi staðurinn heitir Eyrin Restaurant og mun leggja áherslu á létta rétti í smáréttastíl; rétti sem hægt er að deila yfir góðum drykkjum. Einnig verður boðið upp á bröns um helgar.
Lesa meira

Sigurganga Kvenfólks

Á föstudaginn verður 50. sýning á Kvenfólki með Hundi í óskilum í Borgarleikhúsinu. Kvenfólk var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í september 2017 þar sem það var sýnt fyrir fullu húsi heilar 32 sýningar áður en verkið fór suður yfir heiðar. Kvenfólk hefur því gengið fyrir fullu húsi í yfir 80 sýningar og er komið á fjalirnar þriðja leikárið í röð.
Lesa meira

Þorsteinn snýr aftur í Samkomuhúsið

Stórleikarinn Þorsteinn Bachmann leikur í söngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar setur á svið Samkomuhússins í byrjun næsta árs. Þorsteinn er velkunnugur Samkomuhúsinu en hann hefur starfað hjá leikfélaginu bæði sem leikari og leikhússtjóri.
Lesa meira

Útgáfutónleikar, Galdragáttin og Andri Snær

Í kvöld fagnar söngkonan Marína Ósk útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu með útgáfutónleikum í Hömrum í Hofi.
Lesa meira

Halldór opnar sýninguna LOKSINS ENGIN ORÐ í Hofi

Myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson opnar sýningu sína LOKSINS ENGIN ORÐ í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 2. nóvember.
Lesa meira

Andri Snær í Hofi

Andri Snær Magnason og Högni Egilsson munu troða upp í Hofi þriðjudaginn 29. október með óvenjulega sýningu sem er allt í senn alvarlegt uppistand með kómísku ívafi, sögustund, fyrirlestur og myndasýning sem Högni styrkir og lyftir með sínum tónheimi.
Lesa meira

Aukasýningar af Galdragáttinni komnar í sölu

Þar sem fjölskylduleikritið Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist hefur fengið frábærar viðtökur og dóma gagnrýnanda eru tvær aukasýningar komnar í sölu.
Lesa meira

Efnisskrá tónleikanna

Hér er efnisskrá tónleika söngdívunnar Andreu Gylfa og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Lesa meira