FRÉTTIR

Styrkir veittir úr listsjóðnum VERÐANDI í fyrsta sinn

Veittir voru styrkir í fyrsta sinn úr listsjóðnum VERÐANDI í Menningarhúsinu Hofi í gær. Það voru 16 umsóknir sem bárust sjóðnum og 10 verkefni sem fengu brautargengi á þessu fyrsta úthlutunartímabili sem er 4. janúar - 31. júlí í ár. Styrkþegarnir tíu munu standa fyrir fjölbreyttum viðburðum í Menningarhúsinu Hofi á þessum tímabili, sem dæmi með nefna Piazolla kvintett tónleikum, dansgjörningi með frumsaminni tónlist, kórtónleikum, útgáfutónleikum, hátíðardagskrá til heiðurs Elísabetu Maríu, jasstónleikum, klassískum tónleikum og popptónleikum ásamt bíótónleikum með lúðrasveit.
Lesa meira

Bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á Akureyri

Bókmenntahátiðin í Reykjavík þjófstartar í Menningarhúsinu Hofi líkt og árið 2017. Bókmenntadagskráin í Hofi verður haldin dagana 23. og 24 apríl, með þátttöku erlendra og innlendra höfunda auk lesenda. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en hún er samstarf Menningarfélags Akureyrar, Bókmenntahátíðarnnar í Reykjavík og Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Lesa meira

Bugsý Malón mættur í Hof

Hátt í 80 krakkar úr Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri, ásamt leikstjóra og aðstoðarleikstjóra, eru nú mætt í Hof til að leggja lokahönd á söngleikinn Bugsý Malón sem frumsýndur verður 8. febrúar næstkomandi.
Lesa meira

Erilsöm en spennandi vika

Framundan er erilsöm en spennandi vika hjá Menningarfélagi Akureyrar. Nú er vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar að hefjast en kennslan fer fram í Hofi að þessu sinni. Önninni lýkur með sýningu fyrir aðstandendur þann 13. apríl.
Lesa meira

Leikfélag VMA sýnir í Hofi

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri mætir með söngleikinn Bugsý Malón í Menningarhúsið Hof í febrúar. Bugsý Malón, eftir Alan Parker, gerist um 1920 í Brooklyn
Lesa meira

Skráningu lýkur á sunnudaginn

Skráningu á vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar lýkur sunnudaginn 20. janúar. Samkvæmt Jenný Láru Arnórsdóttur, skólastjóra LLA, hafa viðtökur verið góðar og eru námskeiðin óðum að fyllast.
Lesa meira

LÓI og SinfoniaNord – hljómleikabíó

Teiknimyndin LÓI - þú flýgur aldrei einn verður að hljómleikabíósýningu í Hofi og Hörpu í haust. Náðst hafa samningar milli framleiðanda myndarinnar og SinfoniaNord um að sýna kvikmyndina, í Hofi 22. september og í Hörpu stuttu seinna, með lifandi undirleik heillar sinfóníuhljómsveitar undir stjórn tónskáldsins Atla Örvarssonar.
Lesa meira

Sýningum lýkur 9. febrúar

Sýningum Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Kabarett lýkur laugardaginn 9. febrúar eftir tæplega 30 sýningar. Söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi síðan hann var frumsýndur í Samkomuhúsinu þann 26. október 2018 og hefur fengið frábærar viðtökur, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum.
Lesa meira

Skemmtileg fyrsta helgi ársins

Menningarfélag Akureyrar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar um leið fyrir árið sem var að líða. Fjörið heldur áfram á nýju ári og hefst með söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið. Söngleikurinn hefur heldur betur slegið í gegn en sýningin á laugardagskvöldið er sú 16. í röðinni.
Lesa meira

Jólakveðja frá MAk

Menningarfélag Akureyrar sendir viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um friðsæl og gleðileg jól og gott, farsælt komandi ár. Þökkum samveruna á árinu sem er að líða.
Lesa meira