FRÉTTIR

Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn í Hofi

Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn sem verður haldinn í Hofi verður jafnframt síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar, en fundir bæjarstjórnar verða í Hofi út þetta ár og það næsta, hið minnsta.
Lesa meira

Fornbílar við Hof vekja forvitni

Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hélt í gærkvöld, miðvikudagskvöld, fyrsta fornbílahitting sumarsins við Menningarhúsið Hof. Er ætlunin að vera við Hof frá kl. 20 öll miðvikudagskvöld í sumar, ef veður leyfir, og leyfa fólki að virða fyrir sér glæsibílana að utan sem innan.
Lesa meira

Ljúfir lýrutónar í Hofi

Inga Björk Ingadóttir kemur fram á öðrum tónleikum nýrrar klassískrar tónleikaraðar KÍTÓN annað kvöld, þriðjudaginn 15. maí, í Hofi. Inga Björk syngur og leikur á lýru, bæði eigin lög og eins hefur hún útsett sérstaklega fyrir lýruna lög eftir íslenskar og erlendar tónlistarkonur.
Lesa meira

Liprar tær og fingur í Hofi

Það verður mikið dansað í Hofi um helgina, bæði bókstaflega og á nótnaborðinu. Tveir dansskólar halda nefnilega sýningar í húsinu, auk þess sem ungur píanóleikari heldur tónleika.
Lesa meira

KÍTÓN Klassík í Hofi

Fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fara fram í Hofi sunnudaginn 6. maí. Þetta er fyrsta klassíska tónleikaröð félagsins og á þessum fyrstu tónleikum flytja Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, sönglög eftir Jórunni Viðar.
Lesa meira

Hlátur, hugmyndir og húrrandi fjör

Það verður boðið upp á fjölbreyttan menningarkokkteil í Samkomuhúsinu og Hofi um helgina.
Lesa meira

MAk setur upp Kabarett

Stórsýning Menningarfélags Akureyrar 2018-2019 verður söngleikurinn KABARETT Öll svið Menningarfélags Akureyrar, leiklistar-, tónlistar- og viðburðasvið, sameinast um að setja upp hinn heimsþekkta söngleik Kabarett eftir þá John Kander, Fred Ebb og Joe Masteroff í Samkomuhúsinu í haust. Um er að ræða fyrsta verkefni Mörtu Nordal sem nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar og mun hún sjálf leikstýra sýningunni, en tónlistarstjóri verður Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri MAk og listrænn stjórnandi SN.
Lesa meira

Aukasýning á Sjeikspír eins og hann leggur sig!

Vegna fjölda fyrirspurna hefur Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sjeikfélag Akureyrar, ákveðið að bæta við aukasýningu á hinu sprenghlægilega gamanverki Sjeikspír eins og hann leggur sig!
Lesa meira

Barnamenningarhátíð í Hofi

Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur yfir þessa viku og Menningarfélag Akureyrar tekur þátt í hátíðinni með miklum krafti. Dagskrá hátíðarinnar hefst í dag, mánudaginn 16. apríl kl. 17, með opnum fundi um barnamenningu á Akureyri í Hömrum í Hofi.
Lesa meira

Dagur byggingariðnaðarins í Hofi

Það verður mikil dagskrá í Hofi á laugardaginn næstkomandi, en Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Samtök iðnaðarins standa þá að Degi byggingariðnaðarins. Yfir 20 aðilar verða með sýningarbása í Hofi kl. 11-16, auk þess sem sérstök upplýsingamiðstöð verður sett upp í húsinu.
Lesa meira