FRÉTTIR

Fjörmikil helgi framundan

Að vanda verður nóg um að vera í Hofi og Samkomuhúsinu um helgina. Sýningar á nýja söngleiknum Gallsteinar afa Gissa halda áfram í Samkomuhúsinu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og miðarnir renna út á þessa litríku og skemmtilegu sýningu.
Lesa meira

Draumaleikhúsið setur upp Fullkomið brúðkaup

Draumaleikhúsið frumsýnir gamanleikinn Fullkomið brúðkaup í Hofi föstudagskvöldið 1. mars. Draumaleikhúsið er nýtt leikfélag stofnað af Pétri Guðjónssyni en félagið setti upp barnaverkið Gutta og Selmu í fyrra sem sýnt var á Handverkshátíðinni að Hrafnagili og á Barnamorgni í Hofi.
Lesa meira

Leikskrá Gallsteina afa Gissa er hér

Hér er að finna rafræna leikskrá söngleiksins Gallsteinar afa Gissa sem frumsýndur verður í dag. Hægt er að skoða leikskrána í símanum og á sérstökum skjám í Samkomuhúsinu.
Lesa meira

Frumsýning um helgina

Nýi fjölskyldusöngleikurinn Gallsteinar afa Gissa verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á morgun, laugardag, Söngleikurinn er eftir Karl Ágúst Úlfsson, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson.
Lesa meira

Bragðgóð, beitt og kitlandi blanda

„Til að eiga sígilt efni fyrir komandi kynslóðir þarf eitthvað nýtt að fæðast og þess vegna er það metnaður okkar hjá Leikfélagi Akureyrar að bjóða uppá frumsköpun fyrir börnin með áherslu á gæði og erindi. Það er mikilvægt að börnin njóti nýsköpunar í listum líkt og aðrir enda eru þau framtíð okkar lands,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en nýi fjölskyldusöngleikurinn, Gallsteinar afa Gissa, verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á laugardaginn, þann 23. febrúar.
Lesa meira

Þrándur Þórarinsson opnar í Hofi

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar myndlistarsýningu sína í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 16. febrúar. Þrándur fæddist á Akureyri árið 1978, stundaði nám um tíma í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri og var í læri hjá Odd Nerdrum.
Lesa meira

Fegurð og gáski

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika í Hömrum í Hofi á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl 17. Þau leika verk frá barokktímanum til dagsins í dag, m.a. eftir Chaminade, Chopin, Paganini og John Williams.
Lesa meira

Dans, rómantík og Þrándur Þórarinsson

Framundan er líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi eins og vanalega. Í hádeginu í dag, fimmtudag, fer fram hin árlega dansbylting, Milljarður rís, þegar dansað verður gegn ofbeldi. Nýja FO-húfan verður til sölu en allur ágóði rennur til verkefna UN Women. Endilega komdu og dansaðu! Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er dagur elskenda; sjálfur Valentínusardagurinn.
Lesa meira

Milljarður rís í Hofi

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í Hamragili í Hofi í hádeginu í dag en Vélarnar sér um tónlistina. Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Lesa meira

Æfingar hafnar á leikverkinu Skjaldmeyjar hafsins

Æfingar á hinu nýja heimildaverki Skjaldmeyjar hafsins úr smiðju leikhópsins Artik hófust í síðustu viku. Verkið varpar ljósi á líf eiginkvenna sjómanna, hugsanir þeirra og tilfinningar í fjölbreyttum og oft krefjandi hversdagsleika. Við kynnumst þremur konum og hvernig þær takast á við óvissuna, óttann og sorgina þegar háska ber að á hafi úti og þær eru í landi.
Lesa meira