FRÉTTIR

Krummi í Eymundsson

Krummi, úr Krúnk, krúnk og dirrindí, mætir með læti í verslun Eymundsson á Akureyri á laugardaginn kl 15.
Lesa meira

Skólasetning Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Skólasetning Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar fer fram í Samkomuhúsinu sunnudaginn 9. september kl 14. Eftir formlega dagskrá, þar sem nemendur eru boðnir velkomnir, námskeiðin og kennarar kynntir, verður boðið upp á kaffi og tækifæri til þess að spjalla við kennarana.
Lesa meira

Krúnk, krúnk og dirrindí í Hofi

Krúnk, krúnk og dirrindí er litrík og fjörug fjölskylduskemmtun sem frumsýnd verður í Hofi á Akureyri 16. september. Sýningin er samstarfsverkefni allra sviða Menningarfélags Akureyrar og fjallar um lífið í mýrinni þar sem krummi kynnir helstu farfugla, spéfugla og spáfugla og segir frá ferðalögum þeirra á sinn einstaka og gamansama hátt.
Lesa meira

Opið hús í Hofi

Í tilefni að nýútkomnum kynningarbæklingi mun Menningarfélag Akureyrar bjóða alla velkomna í Opið hús í Hofi sunnudaginn 2. september kl. 14 til 16.
Lesa meira

Akureyrarvaka hefst í dag

Akureyrarvaka hefst í dag og mun Menningarfélag Akureyrar að sjálfsögðu taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Lesa meira

Skráning hafin í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn og unglinga í 2.-10. bekk grunnskóla.
Lesa meira

Ungt tónlistarfólk á Norðurlandi flytur sumartóna

Ungt og efnilegt tónlistarfólk á Norðurlandi flytur hugljúfa sumartóna á fimmtudagskvöldið í Hofi. Tónleikarnir eru þeir síðustu í tónleikaröð Listasumars og Menningarfélags Akureyrar.
Lesa meira

Verslunarmannahelgin í Hofi

Það verður nóg um að vera í Hofi um Verslunarmannahelgina en á laugardeginum verður slegið upp Spari-Dynheimaballi. Viðburðurinn, sem er fyrir löngu orðinn fastur í sessi sem stærsti endurfundur fyrir heilu árgangana, fer fer fram í Nausti á laugardagskvöldið og er 30 ára aldurstakmark.
Lesa meira

„Hann var ótrúlega sérkennilegur karl“

„Ég á mínar minningar þótt ég hafi aðeins verið sex ára þegar hann dó. Hann var ótrúlega sérkennilegur karl og ég man sérstaklega eftir hlátrinum hans sem var ótrúlega smitandi. Svo eru heimsóknirnar til hans á Hverfisgötuna minnistæðar. Það var eins og að koma í kastala; málverkin voru um allt og út um allt,“ segir Tinna Stefánsdóttir barnabarn listamannsins Stefáns V. Jónssonar, betur þekktum sem Stórval.
Lesa meira

Tæknimaður Hofs á Hróarskeldu

Árni F. Sigurðsson, tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar, mun starfa sem hljóðmaður á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu sem fram fer í Danmörku á næstu dögum.
Lesa meira