FRÉTTIR

Greiðslur til hljóðfæraleikara hækka

Á dögunum funduðu fulltrúar Félags íslenskra hljómlistamanna með fulltrúum Menningarfélags Akureyrar og verkefnaráðnum hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Á fundinum var tilkynnt að Menningarfélag Akureyrar hyggist hækka greiðslur til verkefnaráðinna hljóðfæraleikara um ríflega 60% fyrir verkefni sem tilheyra tónleikadagskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Lesa meira

Þemaþing Norðurlandaráðs í Menningarhúsinu Hofi

Þemaþing Norðurlandaráðs fer fram í Menningarhúsinu Hofi dagana 9. og 10. apríl. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, en hátt í 200 gestir sækja þingið að þessu sinni.
Lesa meira

Tvær tilnefningar til verðlauna

Menningarfélag Akureyrar er afskaplega stolt að segja frá því að tvær uppsetningar Leikfélags Akureyrar hafa verið tilnefndar til verðlauna sem leiksýning ársins 2017 á Sögum – verðlaunahátíð barnanna.
Lesa meira

SinfoníaNord valið áhersluverkefni sóknaráætlunar Eyþings

Verkefnið SinfoniaNord – þjónusta og upptaka á sinfónískri tónlist í Hofi, var valið eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar Eyþings 2018 og hlaut jafnframt hæsta styrkinn.
Lesa meira

Ótrúleg velgengni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sló botninn í glæsilegt tónleikár með flutningi stórvirkisins sem oft hefur verið nefnt drottning allra tónverka, Matteusarpassíu Jóhanns Sebastians Bachs. Verkið var flutt á tvennum tónleikum, annars vegar í Menningarhúsinu Hofi og hins vegar í Hallgrímskirkju, en uppselt var á báða tónleikana. Óhætt er að segja að fordæmalaus velgengni hljómsveitarinnar sé ævintýri líkust og er það nokkuð sem við hjá Menningarfélagi Akureyrar erum ákaflega hreykin af. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika hljómsveitarinnar. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti, bæði á Íslandi og í Færeyjum.
Lesa meira

Endurnýjun samnings við Rithöfundasamband Íslands

Rithöfundarsamband Íslands og Menningarfélag Akureyrar endurnýjuðu í dag samning félaganna um höfundagreiðslur.
Lesa meira

Þéttskipuð menningardagskrá um helgina

það er engum blöðum um það að fletta að helgin hjá Menningarfélagi Akureyrar verði viðburðarík, enda boðið upp á sprenghlægilegan gamanleik í Samkomuhúsinu, tónleikasýningu til heiðurs 40 ára afmælis kvikmyndarinnar Grease og tónleika með einum ástsælasta söngvara landsins Pálma Gunnarssyni í Menningarhúsinu Hofi
Lesa meira

Viðburðarík helgi í Hofi

Það er óhætt að segja að það sé mikil gróska í menningarlífi norðan heiða þessa dagana og eru fjölmargir fjölbreyttir viðburðir í Menningarhúsinu Hofi um komandi helgi. Leiksýningar leikfélaga framhaldsskólanna á Akureyri, tónleikar og barnastund.
Lesa meira

Marta Nordal nýr leikhússtjóri LA

Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Mörtu Nordal í starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Marta snýr því aftur í Samkomuhúsið, en hún lék fyrir LA á árum áður. Auk þess hefur hún verið leikkona hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, en undanfarin ár hefur hún alfarið einbeitt sér að leikstjórn.
Lesa meira

Tímamótasamningur Menningarfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar

Í morgun var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar (MAk) um stuðning sveitarfélagsins við starfsemi félagsins næstu þrjú árin. MAk heldur áfram rekstri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, framleiðslu á leiklist undir merkjum Leikfélags Akureyrar og rekstri fyrirmyndarvettvangs fyrir lista- og menningarviðburði í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu á Akureyri.
Lesa meira