FRÉTTIR

Habbý Ósk í Hofi

Myndlistarkonan Habbý Ósk opnar sýningu sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 15. desember. Habbý er fædd og uppalin á Akureyri en býr og starfar sem myndlistarkona í New York þar sem hún gerir það gott. Í listinni vinnur hún með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum, til að mynda með samspili skúlptúra og ljósmynda af þeim.
Lesa meira

Fyrsti samlestur á Gallsteinum afa Gissa

Fyrsti samlestur á fjölskyldusöngleiknum Gallsteinar afa Gissa fór fram í Samkomuhúsinu í dag, mánudag. Leikritið, sem er byggt á bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, verður frumsýnt 23. febrúar 2019 í Samkomuhúsinu. „Það er hreint dásamlegt að heimsfrumsýning á Gissa og gallsteinakastinu verði á Norðurlandi og ég held niðri í mér andanum af spenningi!
Lesa meira

Stúfur, Norðurljósin og danssýning

Helgin var heldur betur viðburðarrík hjá Menningarfélagi Akureyrar. Ekki nóg með að Stúfur hafi haldið tvær fjörugar sýningar í Samkomuhúsinu, og sé þar með rokinn af stað í önnur verkefni aðventunnar, heldur var einnig mikið líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi. Á föstudaginn mættu fyrstu bekkingar úr grunnskólum Akureyrar í Hof til að syngja jólalög með stjörnunum í Norðurljósunum.
Lesa meira

Ánægð með önnina

Nemendasýningar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar fóru fram í vikunni. Tæplega 90 börn stigu á svið Samkomuhússins og sýndu fjölskyldu og vinum bæði þekkt leikverk sem og frumsamið efni.
Lesa meira

Síðustu sýningar Stúfs

Prakkarinn Stúfur stígur á svið Samkomuhússins um helgina en um síðustu sýningar hans er að ræða.
Lesa meira

Spilaði með SN ásamt foreldrum sínum

Hin tólf ára Helga Björg þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á laugardagskvöldið þegar hún spilaði á tónleikunum Fullveldiskantata „Út úr kofunum“ í Menningarhúsinu Hofi.
Lesa meira

Metnaðarfull dagskrá um helgina

Framundan er fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Í Hamraborg á laugardaginn verður fullveldiskantatan „Út úr kofunum“ eftir Michael Jón Clarke frumflutt í tilefni aldar afmælis fullveldisins. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Hymnodia styðja flutninginn með fulltingi nemenda úr tónlistarskólum á Norðurlandi en verkefnið hlaut styrk frá Akureyrarstofu, Tónskáldasjóði RÚV og Stefs, Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2 og er styrkt af Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands.
Lesa meira

Efnisskrá Sinfónískra kvenna

Hér er að finna efnisskrá Sinfónískra kvenna en tónleikarnir fara fram í Hofi á sunnudaginn.
Lesa meira

Söngvaflóð, Kabarett og Sinfónískar konur

Mikið verður um að vera hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina líkt og síðustu daga. Alla vikuna hafa nemendur úr leikskólum og grunnskólum bæjarins fjölmennt í Hof í boði Tónlistarskóla Akureyrar til að taka þátt í Söngvaflóði.
Lesa meira

„Nýja sýningin er alveg glæný“

Líkt og síðustu ár mun jólasveinninn Stúfur mæta með glóðvolga jólasýningu í Samkomuhúsið en í þetta skiptið er aldrei að vita nema leynilegur gestur muni mæta óvænt til hans á sviðið.
Lesa meira