FRÉTTIR

MAk setur upp Kabarett

Stórsýning Menningarfélags Akureyrar 2018-2019 verður söngleikurinn KABARETT Öll svið Menningarfélags Akureyrar, leiklistar-, tónlistar- og viðburðasvið, sameinast um að setja upp hinn heimsþekkta söngleik Kabarett eftir þá John Kander, Fred Ebb og Joe Masteroff í Samkomuhúsinu í haust. Um er að ræða fyrsta verkefni Mörtu Nordal sem nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar og mun hún sjálf leikstýra sýningunni, en tónlistarstjóri verður Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri MAk og listrænn stjórnandi SN.
Lesa meira

Aukasýning á Sjeikspír eins og hann leggur sig!

Vegna fjölda fyrirspurna hefur Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sjeikfélag Akureyrar, ákveðið að bæta við aukasýningu á hinu sprenghlægilega gamanverki Sjeikspír eins og hann leggur sig!
Lesa meira

Barnamenningarhátíð í Hofi

Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur yfir þessa viku og Menningarfélag Akureyrar tekur þátt í hátíðinni með miklum krafti. Dagskrá hátíðarinnar hefst í dag, mánudaginn 16. apríl kl. 17, með opnum fundi um barnamenningu á Akureyri í Hömrum í Hofi.
Lesa meira

Dagur byggingariðnaðarins í Hofi

Það verður mikil dagskrá í Hofi á laugardaginn næstkomandi, en Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Samtök iðnaðarins standa þá að Degi byggingariðnaðarins. Yfir 20 aðilar verða með sýningarbása í Hofi kl. 11-16, auk þess sem sérstök upplýsingamiðstöð verður sett upp í húsinu.
Lesa meira

Greiðslur til hljóðfæraleikara hækka

Á dögunum funduðu fulltrúar Félags íslenskra hljómlistamanna með fulltrúum Menningarfélags Akureyrar og verkefnaráðnum hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Á fundinum var tilkynnt að Menningarfélag Akureyrar hyggist hækka greiðslur til verkefnaráðinna hljóðfæraleikara um ríflega 60% fyrir verkefni sem tilheyra tónleikadagskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Lesa meira

Þemaþing Norðurlandaráðs í Menningarhúsinu Hofi

Þemaþing Norðurlandaráðs fer fram í Menningarhúsinu Hofi dagana 9. og 10. apríl. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, en hátt í 200 gestir sækja þingið að þessu sinni.
Lesa meira

Tvær tilnefningar til verðlauna

Menningarfélag Akureyrar er afskaplega stolt að segja frá því að tvær uppsetningar Leikfélags Akureyrar hafa verið tilnefndar til verðlauna sem leiksýning ársins 2017 á Sögum – verðlaunahátíð barnanna.
Lesa meira

SinfoníaNord valið áhersluverkefni sóknaráætlunar Eyþings

Verkefnið SinfoniaNord – þjónusta og upptaka á sinfónískri tónlist í Hofi, var valið eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar Eyþings 2018 og hlaut jafnframt hæsta styrkinn.
Lesa meira

Ótrúleg velgengni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sló botninn í glæsilegt tónleikár með flutningi stórvirkisins sem oft hefur verið nefnt drottning allra tónverka, Matteusarpassíu Jóhanns Sebastians Bachs. Verkið var flutt á tvennum tónleikum, annars vegar í Menningarhúsinu Hofi og hins vegar í Hallgrímskirkju, en uppselt var á báða tónleikana. Óhætt er að segja að fordæmalaus velgengni hljómsveitarinnar sé ævintýri líkust og er það nokkuð sem við hjá Menningarfélagi Akureyrar erum ákaflega hreykin af. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika hljómsveitarinnar. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti, bæði á Íslandi og í Færeyjum.
Lesa meira

Endurnýjun samnings við Rithöfundasamband Íslands

Rithöfundarsamband Íslands og Menningarfélag Akureyrar endurnýjuðu í dag samning félaganna um höfundagreiðslur.
Lesa meira