FRÉTTIR

Marta Nordal nýr leikhússtjóri LA

Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Mörtu Nordal í starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Marta snýr því aftur í Samkomuhúsið, en hún lék fyrir LA á árum áður. Auk þess hefur hún verið leikkona hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, en undanfarin ár hefur hún alfarið einbeitt sér að leikstjórn.
Lesa meira

Tímamótasamningur Menningarfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar

Í morgun var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar (MAk) um stuðning sveitarfélagsins við starfsemi félagsins næstu þrjú árin. MAk heldur áfram rekstri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, framleiðslu á leiklist undir merkjum Leikfélags Akureyrar og rekstri fyrirmyndarvettvangs fyrir lista- og menningarviðburði í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu á Akureyri.
Lesa meira

Frumsýning - Sjeikspír eins og hann leggur sig!

Leikfélag Akureyrar frumsýnir í dag gamanleikritið Sjeikspír eins og hann leggur sig! Verkið hefur farið sigurför um heiminn og var m.a. sýnt í 9 ár í röð á West End í London. Það naut einnig fádæma vinsælda fyrir 17 árum í sviðsetningu Leikfélags Íslands. Nú hefur Vandræðaskáldið Vilhjálmur B. Bragason þýtt verkið og aðlagað upp á nýtt fyrir Leikfélag Akureyrar og hinn nýstofnaða leikhóp Sjeikfélag Akureyrar, sem gerir heiðarlega tilraun til að komast í gegnum öll 37 verk Shakespeare á aðeins 97 mínútum. Það er ekkert víst að það mistakist.
Lesa meira

Tvennir tónleikar framundan í Hofi í vikunni

Í vikunni eru tvennir tónleikar í húsinu. Þorgerðartónleikar og Ljóðatónleikarnir Vorkoman. Þeir fyrri verða í Hömrum þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20:00. Þetta eru tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Á tónleikunum koma fram nemendur á efri stigum TA og flytja fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá. Frítt er inná þessa nemendatónleika en frjáls framlög eru vel þegin. Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir ljóðatónleikum miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20. Þar koma fram sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir. Þær fagna vorkomunni með norrænum sönglögum en á tónleikunum munu meðal annars hljóma lög eftir E. Grieg, J. Sibelius og Jórunni Viðar auk þess sem þær munu frumflytja lög eftir Guðmund Emilsson. Miðasala er allan sólarhringinn á mak.is og í miðasölunni virka daga kl. 12-18.
Lesa meira

Þungarokkstónleikar fyrir börn og fullorðna

Þungarokkssveitin Röskun frá Akureyri heldur tvenna tónleika í Hamraborg í Hofi á Akureyri laugardaginn 24. febrúar 2018. Annars vegar er um að ræða barnatónleika fyrir 16. ára og yngri kl. 15:00 en þeir eru haldnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og á þá er frítt inn. Hins vegar er um að ræða stærstu tónleika Röskunar til þessa þar sem öllu verður tjaldað til í hljóði og ljósi. Hljómsveitin fær til sín góða gesti frá Reykjavík en LITH tekur nokkur vel valin lög af nýlegri plötu sinni.
Lesa meira

Hátíðarsýning og hljóðverskynning

Menningarfélag Akureyrar og Atli Örvarsson buðu til sýningar á íslensku fjölskyldumyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn í Hofi um helgina. Atli samdi tónlist myndarinnar, sem var flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Hofi.
Lesa meira

Tónaflóð leikskólabarna og TA

Tónlistarskólinn á Akureyri og leikskólar bæjarins bjóða öllum bæjarbúum á söngsal í Hofi dagana 5.-7. febrúar kl. 10. Í vetur hófst nýtt samstarfsverkefni Tónlistarskólans, grunnskólanna og leikskólanna á Akureyri og kallast það Söngvaflóð. Það eru tveir elstu árgangarnir á leikskólunum, börn fædd 2012 og 2013, sem munu syngja af innlifun og leyfa öllum að heyra hvaða söngva þau hafa verið að læra í vetur. Þessir hressu krakkar munu ásamt blásarasveit Tónlistarskólans flytja lög úr bókinni Trommur og Töfrateppi eftir Soffíu Vagnsdóttur tónmenntakennara og núverandi sviðsstjóra fræðslusviðs.
Lesa meira

Framlög til MAk hækka

Framlög til Menningarfélags Akureyrar hækka umtalsvert milli ára í nýjum samningi milli félagsins og Akureyrarbæjar. Framkvæmdastjóri MAk, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, fagnar hækkuninni: „Þessi hækkun mun sérstaklega efla starf Leikfélags Akureyrar og auðvelda því að ná markmiðum sínum, en auk þess auðvitað styrkja starfsgrundvöll allra sviða MAk."
Lesa meira

Ólafur Egill leikstýrir Sjeikspír eins og hann leggur sig

Ólafur Egill Egilsson hefur verið ráðinn til að leikstýra verkinu Sjeikspír eins og hann leggur sig hjá Leikfélagi Akureyrar. Ólafur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri, leikari og handritshöfundur frá því hann útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Nú síðast skrifaði Ólafur, ásamt Gísla Erni Garðarssyni, handrit söngleiksins Elly sem notið hefur fádæma vinsælda auk þess sem hann leikstýrði Kartöfluætunum eftir Tyrfing Tyrfingsson og eigin leikgerð á verkinu Brot úr hjónabandi en báðar uppsetningar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og leikhúsgesta.
Lesa meira

Skráning í Leiklistarskóla LA hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vornámskeið 2018 í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þetta er 10. starfsár skólans, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á meðal barna og unglinga. Námið í LLA miðast að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki og frumsköpun, ásamt aga og tækni.
Lesa meira