Allra síðasta sýning af And Björk, of course... í Borgarleikhúsinu
19.04.2024
Borgarleikhúsið var að bæta við aukasýningu á And Björk of course... en um allra síðustu sýninguna er að ræða.
Aukasýningin verður 4. maí og er sala hafin á tix.is!
Uppselt var á allar sýningarnar hingað til svo þau sem ætla sér að sjá þessa svakalegu sýningu ættu að hafa skjótar hendur og tryggja sér miða strax!
And Björk, of course.. er eftir Þorvald Þorsteinsson. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf sýningunni 4 stjörnur á dögunum. Sýningin er ekki fyrir viðkvæma og er með Trigger Warning stimpil.
Trigger Warning:
Í sýningunni er fjallað um eða ýjað að ofbeldi, kynferðisofbeldi, kynþáttafordómum, einelti, fötlunarfordómum, sjálfsvígum og öðru sem getur vakið óþægilegar og erfiðar tilfinningar hjá áhorfendum. Aldursviðmið: 16 ára og eldri.