Fara í efni

Litla skrímslið og stóra skrímslið tilnefnd til verðlauna – Hér geturðu kosið

Fjölskylduverkið Litla skrímslið og stóra skrímslið er tilnefnt til verðlauna á Sögum – verðlaunahátíð barnanna. Leikarar verksins, Margrét Sverrisdóttir og Hjalti Rúnar Jónsson eru einnig tilnefnd til verðlauna.

Leikfélag Akureyrar frumsýndi verkið í Hofi í janúar en leikritið er byggt á vinsælu bókunum hennar Áslaugar Jónsdóttur.

Hátíðin fer fram laugardaginn 8. júní í beinni útsendingu á RÚV. Verðlaun eru veitt í ýmsum flokkum og börnum á aldrinum 6-12 ára er boðið að kjósa.

Kosningin er opin til 12. maí. Hér er hægt að kjósa!

Til baka