Fara í efni

Löng og skemmtileg helgi framundan

Helgin hefst snemma hjá Menningarfélaginu með margskonar og spennandi dagskrá. Strax á morgun, miðvikudag, verður Hæfileikakeppni Akureyrar í Hofi í tengslum við Barnamenningarhátíð. Þar munu krakkar í 5.-10. bekk sýna fjölbreytta hæfileika sína í skemmtilegri í Hamraborg. 

Heilmikil dagskrá verður í Hofi í tilefni sumardagsins fyrsta og Barnamenningarhátíðar. Má þar nefna andlitsmálningu, dansatriði, viðburð í tengslum við álfa og huldufólk og fjölbreytt tónlistaratriði auk þess sem Litla skrímslið og stóra skrímslið kíkja í heimsókn. Rúsínan í pysluendanum eru svo tónleikar með sjálfum Emmsjé Gauta. 

Áheyrnarprufur fyrir hlutverk Auðar í Litlu Hryllingsbúðinni fara fram í Reykjavík á sumardaginn fyrsta. Prufurnar fara fram 1. maí á Akureyri.  Hér eru nánari upplýsingar. 

Hinn heimsfrægi uppistandari Reggie Watts mætir í Samkomuhúsið á fimmtudagskvöldið. Watts er ein skærasta stjarnan í grínheiminum í dag og því um að gera að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara!

Á föstudagskvöldinu er komið að dansverkinu Hér á ég heima. Verkið er þverfaglegt samtímadansverk samið sem óður til samfélags innflytjenda á Íslandi. Höfundur og flytjandi er Yuliana Palacios. Sýningin er styrkt af Verðandi listsjóði.

Á sunnudagskvöldinu verður sannkölluð Söngleikjaveisla þegar Artcic ópera flytur söngleikjaprógram úr vinsælustu söngleikjum veraldar, frá Showboat til Sunset Boulevard, frá Porgy and Bess til Phantom of the Opera. 

Það ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar á mak.is

Til baka