Fara í efni

Sumarið mætir í Hof með fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum

Það verður heldur betur líf og fjör í Hofi á Sumardeginum fyrsta, fimmtudeginum 25. apríl!

Öll börn eru velkomin í andlitsmálningu sem nemendur STEPS Dancecenter standa fyrir kl. 14-16 í Nausti. 

Bestu skrímsli í heimi, Litla skrímslið og stóra skrímslið mæta í Hamra kl. 14 og svo aftur kl. 14:45. 

Tvö  dansatriði frá STEPS Dancecenter verða í Hamragili. Kl. 14:15 sýna nemendur Steps Dancecenter Commercial dans eftir Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur og kl. 16 sýna Arndís, Freyja og Júlú Lyrical dans eftir Önnu Sunnu Árnadóttur.

Bryndís Fjóla, völva, mun leiða fólk í gegn um sýninguna Hulduverur með verkum nemenda í Brekkuskóla í Hamragili kl. 14:30. 

Yngri Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri mæta í Hamra kl. 15 og koma stuðinu í gang og leika hress og skemmtileg lög.

Kl. 15:30 er komið að dillandi afrískri dans- og trommugleði fyrir alla fjölskylduna þegar  FAR Fest Afríka heldur uppi fjörinu í Hömrum.

Þessum skemmtilega degi lýkur svo með tónleikunum Sumartónum! Enginn annar en rapparinn Emmsjé Gauti mætir á sviðið í Hamraborg. Stelpuhljómsveitin Skandall hlitar upp en sveitin samanstendur af nemendum úr MA. Að sjálfsögðu er enginn aðgangseyrir á tónleikana eins og alla aðra viðburði Barnamenningarhátíðar!

Viðburðirnir eru allir styrktir af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Til baka