Fara í efni
Verðandi
Dags Tími
26 .apr '24 19:00

“Hér á ég heima” er þverfaglegt samtímadansverk samið sem óður til samfélags innflytjenda á Íslandi. Í verkinu segir frá aðlögunarferli þar sem kafað er djúpt í reynslu og erfiðleika manneskju sem festa þarf rætur í nýju umhverfi.

 

Áhorfendum er boðið í áhrifamikið og persónulegt ferðalag þar sem þeir öðlast innsýn í þá þrá og baráttu sem eru fylgifiskar þess að fá að tilheyra framandi samfélagi.
“Hér á ég heima” klýfur þannig tungumálaörðugleika og tengir við áhorfendur óháð bakgrunni og miðar að því að auka samkennd og skilning á reynslu innflytjenda hérlendis.

 

Höfundur og flytjandi: Yuliana Palacios

Tónlist: Jón Haukur Unnarsson

Myndband: Elvar Örn Egilsson

Hönnuður kynningarefnis: Natka Klimowicz

Búningar: Rocinante og Ásta Guðmundsdóttir

 

“Hér á ég heima” er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði listamanna
Sýningar í Hofi eru styrktar af Verðandi listsjóði

EN

"Hér á ég heima" is a multidisciplinary dance performance crafted as a heartfelt tribute to Iceland's immigrant community. The piece chronicles a journey of adaptation and belonging in a foreign land, offering a profound exploration of the challenges and experiences faced by individuals as they navigate the complexities of integration.

 

Audiences will embark on a personal journey, gaining intimate insights into the emotions of longing and the quest for a sense of belonging. "Hér á ég heima" transcends language barriers to resonate with audiences of all backgrounds, fostering empathy and understanding for the immigrant experience.

 

Choreographer and performer: Yuliana Palacios

Music: Jón Haukur Unnarsson

Video: Elvar Örn Egilsson

Designer: Natka Klimowicz

Costume: Rocinante and Ásta Guðmundsdóttir

 

“Hér á ég heima” is funded by Sviðslistasjóður and Launasjóður listamanna
Events in Hof are supported by Verðandi

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.