FRÉTTIR

MAk og RÚV ræða samstarf

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, kíkti í heimsókn til MAk á dögunum til að ræða mögulega samvinnu á milli RÚV og MAk með það að markmiði að þjónustu almenning betur. RÚV er með öfluga starfsstöð á Akureyri og er að leita eftir samstarfi til að efla enn frekar þann lið í þeirri stefnu Ríkisútvarpsins að auka tengsl þess við almenning um allt land.
Lesa meira

SN með stórtónleika í Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit Færeyja

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SinfoniaNord) mun í byrjun febrúar sameinast Sinfóníuhljómsveit Færeyja og mynda eina nútímastórhljómsveit til að halda Íslandsskotna tónleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum þann 3. febrúar í Norðurlandahúsinu. Stórstjörnurnar Eivör Pálsdóttir söngkona, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Valgerður Guðnadóttir óperusöngkona verða í brjósti fylkingar þegar sameinaðar hljómsveitirnar flytja tvö íslensk verk og eitt færeyskt. Einnig koma fram meðlimir Kammerkórs Norðurlands og Kórs Sinfóníuhljómsveitar Færeyja.
Lesa meira

Starf leikhússtjóra laust til umsóknar

Menningarfélag Akureyrar auglýsir eftir leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Leikfélag Akureyrar er leiklistarsvið Menningarfélags Akureyrar og eitt af þremur kjarnasviðum þess. Leikhússtjóri vinnur náið með öðrum sviðsstjórum MAk og framkvæmdastjóra, auk þess að sitja reglulega fundi með þeim og stjórn MAk. Viðkomandi kemur til með að vinna með hæfileikaríku fólki alls staðar að af landinu og verða hluti af framtíð félags sem á sér djúpar rætur í hefð og sögu leiklistar á Íslandi. Til að sækja um þarf að senda ítarlega ferilskrá og umsóknarbréf þar sem rakin er hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2018. Umsóknir skulu sendar á netfangið umsoknir@mak.is. Umsjón með ráðningunni hefur framkvæmdastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, ásamt stjórn MAk.
Lesa meira

Afmælisvika Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar fagnar 75 ára afmæli sínu á árinu og hátíðarhöldin hefjast með afmælisviku í Hofi dagana 22. – 28. janúar. Þá mun Tónlistarfélagið bjóða upp á átta fjölbreytta tónleika. Þar má nefna kórahátíð, einleik á flygil, einsöng, kammer-, barna-, rokk- og jazzfusiontónleika.
Lesa meira

Leikhússtjóri lýkur störfum

Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.
Lesa meira

Heimafólk kitlar hláturtaugar Norðlendinga

Æfingar eru hafnar á gamanleiknum Sjeikspír eins og hann leggur sig hjá Leikfélagi Akureyrar. Að verkinu kemur bæði heimafólk og fólk sem hefur áður gert sig heimakomið á Akureyri.
Lesa meira

Nýr kynningar- og markaðsstjóri

Menningarfélag Akureyrar hefur fengið Jóhannes Árnason til liðs við sig í starf kynningar- og markaðsstjóra. Jóhannes hefur áralanga reynslu af markaðsmálum og hefur m.a. starfað sem texta- og hugmyndasmiður fyrir auglýsingastofurnar Vatikanið og EXPO.
Lesa meira

Leikhússtjóri segir upp störfum.

Stjórn og framkvæmdastjóra MAk hefur borist uppsögn frá Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Uppsögnin er af faglegum og persónulegum ástæðum. Stjórn hefur samið við Jón Pál um að hann klári yfirstandandi leikár. Stjórn þakkar Jóni Páli fyrir vel unnin störf og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir LA og MAk.
Lesa meira

Hlátrasköll glaðbeittra barna í húsakynnum Menningarfélagsins

Hlátrasköll glaðbeittra barna og skemmtilegar söngraddir þeirra hljómuðu um snæviþakin húsakynni Menningarfélagsins þessa fyrstu daga aðventunnar þegar nemendur í 1. 3 og 4 bekk í grunnskólum Akureyrar og nágrennis komu í heimsókn í Samkomuhúsið og Hof.
Lesa meira

Aðlaðandi aðventa

Aðra helgina í aðventunni eru það jólabörnin í Norðurljósum þau Magni Ásgeirs, Helga Möller, Óskar Pétursson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Jakobsson, Erna Hrönn og Valdimar Guðmundsson sem stíga á stokk ásamt hljómsveit og spila uppáhaldsjólalögin sín fyrir gesti. Þetta er fjórða árið sem tónleikar Norðurljósa fara fram í Menningarhúsinu Hofi, Viðtökurnar hafa verið afar góðar og eru þau með ferna tónleika þessa helgi. Á laugardaginn þann 9. desember kl. 13 stendur Tónlistarfélag Akureyrar fyrir jólatónleikum með hinu írska svissneska söngtríói White Raven. Tríóið syngur ensk jólalög í bland við írsk þjóðlög. Punkturinn yfir i-ið þessa helgi er svo jólaasýning nemenda í dansskólanum Steps Dancecenter sem taka sporin í Hamraborg.
Lesa meira