Fara í efni

Tónleikar með lögum tíu ungskálda í Hofi á sunnudaginn

Tónleikar Upptaktsins verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 7. apríl kl. 17.

Tíu unghöfundar, á aldrinum 10-16 ára, hafa unnið með listafólki að útsetningu laga sinna. Afraksturinn má sjá og heyra á tónleikunum. Verkin eru útsett af fagfólki og verða flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum á stóra sviðinu í Hamraborg.

Ungtónskáldin og verk þeirra :

Anna Lovísa Arnarsdóttir - Eyrun mín sjá liti

Eiður Reykjalín Hjelm - Frühlig im Wald (vor í skóginum)

Hákon Geir Snorrason - Svigrúm

Heimir Bjarni Steinþórsson - Metal Dandelion

Jóhann Valur Björnsson - Unfathomable og Blossom

Jóhanna Kristín Júliusdóttir - Fjölskyldur

Svanborg Alma Ívarsdóttir - Draumur túnfisksins

Þórhallur Darri - Show me your heart

Þórhildur Eva Helgadóttir - Froskadansinn

Tobías Þórarinn Matharel - Trompetlag

Hljómsveitina skipa:

Emil Þorri Emilsson – slagverk og trommur

Eyþór Ingi Jónsson – píanó og hljómborð

Greta Salóme – fiðla og söngur

Kristján Edelstein – gítar

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - selló

Stefán Ingólfsson – bassi

Vilhjálmur Ingi Sigurðsson - trompet

Útsetning verkanna fyrir hljómsveit: Kristján Edelstein og Greta Salóme.

Tónlistarstjóri: Greta Salóme.

Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Upptakturinn er þátttakandi í Barnamenningarhátiðinni á Akureyri. Líkt og með aðra viðburði Barnamenningar er frítt inn á tónleikana.

Til baka