Fara í efni

And Björk, of course.. frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld!

And Björk, of course.. verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld! Verkið er gestasýning Leikfélags Akureyrar og var sýnt í Samkomuhúsinu síðustu vikurnar. 

And Björk, of course.. er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson heitinn og segir frá hópi fólks sem kemur saman á sjálfshjálparnámskeiði til að finna sig, hreinsa til í sálarlífinu og verða betri manneskjur. Í gegnum miskunnarlausa leiki freista þau þess að ná stjórn á lífi sínu, finna tilgang og verða eitthvað annað og meira en vanmáttug og ein úti á ballarhafi.

Verkið er sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Verkið var fyrst frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2002 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hlaut einróma lof gagnrýnenda. 

Miðasala hér.

Trigger warning: Vinsamlegast athugið að í verkinu er fjallað um margs konar ofbeldi, þ.m.t. kynferðisofbeldi, kynþáttafordóma, einelti, fötlunarfordóma, sjálfsvíg og annað sem getur vakið óþægilegar og erfiðar tilfinningar. Sýningin er ekki við hæfi barna eða viðkvæmra.

Til baka