Enn opið fyrir umsóknir í VERÐANDI!
19.04.2024
Enn er opið fyrir umsóknir í Listsjóðurinn VERÐANDI!
Ef þú vilt halda viðburð í Hofi skaltu sækja um! Markmið VERÐANDI er að auðveldara ungu listafólki, og þeim sem standa utan stofnana, að nýta þá fyrirmyndar aðstöðu sem Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða.
Umsækjendur geta verið einstaklingar eða hópar. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2024.
VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.
Nánari upplýsingar hér: www.mak.is/is/verdandi/uthlutunarreglur