Akureyrarvaka í Hofi - Full dagskrá HÉR!
Það verður margt um að vera hjá okkur í Hofi á Akureyrarvöku frá föstudagskvöldi 30. ágúst til sunnudags 1. september. Kynnið ykkur dagskrána hér fyrir neðan!
Föstudagskvöld 30. ágúst
Kl 22-23:30 || Rómantískt síðkvöld með Tríói Akureyrar || Mói Bistro.
Tríó Akureyrar flytur úrval undursamlegra dægurlaga við kertalýsta kaffihúsastemningu á Móa Bistro í Hofi. Gestir og gangandi geta litið inn, bragðað á veitingum Móa og notið sjarmerandi tónlistar frá gulláratugum dægurlagsins. Tríóið er skipað tónlistarmönnunum Valmari Väljaots, Jóni Þorsteini Reynissyni og Erlu Dóru Vogler.
Frekari upplýsingar hér
Laugardagurinn 31. ágúst frá 14-18.
Það verður mikið um að vera í Hofi á laugardaginn og eitthvað fyrir öll!
Dagskráin í húisinu er frá kl 14-17 .
Kl - 14-17 || Forvitnilegir búningar LA og spennandi leikhúsfróðleikur fyrir börn || Naust
Komdu, prófaðu og vertu með í happdrætti. Búningar til sýnis frá ýmsum söngleikjum og leiksýningum sem Leikfélag Akureyrar hefur sett upp í gegnum árin. Börnin geta tekið þátt í laufléttri spurningakeppni til að eiga möguleika á að vinna gjafabréf á Litlu Hryllingsbúðina!
Kl 14-16 || Sápukúlur, skátapopp og slökkviliðsbíll || Fyrir utan Hof
Skátarnir bjóða áhugasöm að poppa og grilla sykurpúða yfir varðeldi, gera risa sápukúlur og spreyta sig á ýmsum verkefnum.
Slökkvilið Akureyrar býður börnum á öllum aldri að skoða bílinn.
Kl 14-14.50 || Leikhúslög barnanna || Hamraborg
Frábær skemmtun fyrir börn. Í fyrra komust færri að en vildu og því er búið að færa tónleikana í Hamraborg.
Kl 14-15 || Flammeus X Stefán Elí || Hamragil
Akureyrsku tónlistarmennirnir Stefán Elí Hauksson og Tumi Hrannar Pálmason (Flammeus) leiða saman hesta sína í sínu fyrsta samstarfsverkefni. Þeir bjóða upp á einstaka tónlistarupplifun þar sem bæði verða leikin gömul og kunn lög sem þeir hafa gefið út í sitthvoru lagi, og frumflutt glænýtt, framandi og ferskt efni sem kumpánarnir hafa nýverið skapað saman.
Kl 14-14:4o || Acro Jóga || Hamragil
Hjónin Jacob og Tinna bjóða foreldrum, börnum, systkinum, vinum, pörum… að koma og leika í Acro Jóga í Hamragili í Hofi. Þau munu leiða hópinn í gegnum skemmtilega leiki og æfingar sem munu kitla hláturtaugarnar.
Frekari upplýsingar hér
Kl 15 || Þátttökudans með Sunnevu Kjartans sumarlistamanni ||Hamragil
Sumarlistamaður Akureyrar býður upp á opinn danstíma sem öll geta tekið þátt í, dansreynsla er alls ekki nauðsynleg. Stuttur og laggóður tími þar sem áhersla verður lögð á að hafa bara gaman og hrista sig smá!
Kl 15:15 - 15:25 || Nemendur Taekwondo-deildar Þórs sýna listir sínar || Hamragil
Taekwondo er kóresk bardagalist sem er æfð um allan heim og ein af keppnisgreinum Ólympíuleikana. Nemendur frá Taekwondo-deild Þórs sýna brot
af því sem þau eru að læra.
Kl 15.30 – 16.00 || Una Torfa og Hafþór || Hamrar, opið fram í Hamragil.
Una Torfa, söngkona, hljóðfæraleikari og lagahöfundur gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl. Hún mun taka nokkur lög í Hömrum í Hofi kl 15:30.
Kl 16 - 16:30 || Ballett á svölunum || Svalir við Setberg.
Sunneva Kjartans, sumarlistamaður Akureyrar mun æfa ballet uppi á svölunum í Hofi sem gestir og gangandi get fylgst með.
Kl 16 - 16:30 || OPIN ÆFING LA á Litlu Hryllingsbúðinni || Hamraborg.
LA verður með opna æfingu á Litlu Hryllingsbúðinni í Hamraborg þar sem öll eru velkomin að koma og vera fluga á vegg.
Kl 17 - 17:40 || Sönghópurinn ÓMAR || Hamar, opið fram í Hamragil
Ómar er blandaður söngkvartett sem leggur áherslu á skemmtilega og fallega tónlist sem gleður hjartað. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, bæði þekkt íslensk þjóðlög og verk eftir samtímahöfunda. Kvartettinn skipa Helga Kolbeinsdóttir sópran, Harpa Björk Birgisdóttir alt, Jón Þorsteinn Reynisson tenór og Jón Pálmi Óskarsson bassi.
SUNNUDAGUR 1. SEPT
Kl 20 - Ljóðajazz || Augnablikið og eilífðin, tónlist og ljóð í Hömrum || HAMRAR
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Dorthe Höjland Group. Hér mætast tónlist og ljóðlist tveggja listamanna sem hafa hrifist af tjáningu hvors annars.