Fara í efni
Akureyrarvaka
Dags
31 .ágú

Leikhúshljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands býður ykkur velkomin í tónlistarheim barnaleikhússins!

Á sýningunni verður leikin hress og skemmtileg tónlist úr vinsælum barnaleikritum.
Leikhússtjórarnir Arnþór Þórsteinsson og Jónína Björt Gunnarsdóttir fara með okkur í ferðalag og bregða sér í ýmis hlutverk.

Fjölskylduvæn skemmtun þar sem áhorfendum gefst tækifæri á að taka þátt í sýningunni með dansi og söng.

Af þessu mega hvorki börn né fullorðin börn missa af!

 

Hljómsveitarstjóri er Sóley Björk Einarsdóttir

Sérstakir gestir: nemendur úr blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri