Fallegir tónleikar með söngkvartettinum Ómar.
Ómar er blandaður söngkvartett sem leggur áherslu á skemmtilega og fallega tónlist sem gleður hjartað.
Kvartettinn skipa Helga Kolbeinsdóttir sópran, Harpa Björk Birgisdóttir alt, Jón Þorsteinn Reynisson tenór og Jón Pálmi Óskarsson bassi. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, bæði þekkt íslensk þjóðlög og verk eftir samtímahöfunda.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og standa í 40 mín.
Viðburðurinn er partur af Akureyrarvöku og er í boði Akureyrarbæjar í samstarfi við Hof.
Frítt er á alla viðburði Akureyrarvöku í Hofi.