Fara í efni
Akureyrarvaka
Dags Tími
31 .ágú '24 14:00
Verð: Frítt

Akureyrsku tónlistarmennirnir Stefán Elí Hauksson og Tumi Hrannar Pálmason (Flammeus) leiða saman hesta sína í sínu fyrsta samstarfsverkefni. Þeir bjóða upp á einstaka tónlistarupplifun þar sem bæði verða leikin gömul og kunn lög sem þeir hafa gefið út í sitthvoru lagi, og frumflutt glænýtt, framandi og ferskt efni sem kumpánarnir hafa nýverið skapað saman.

Stefán Elí og Tumi eru fæddir og uppaldir á Akureyri en hafa báðir ferðast vítt og breitt, og einkennist tónlistarsköpun þeirra af samsuðu margra menningarheima og tónlistarstefna. Tónlistin þeirra er upplífgandi og grípandi, og einkennist af nærandi og uppbyggjandi ásetningi, hugljúfum laglínum og fjölbreytiliegum, hrífandi og taktdrifnum hljóðheimum. Á viðburðinum munu þeir deila litríkum sögum af margvíslegum upplifunum sínum og ævintýrum í framandi löndum á við Brasilíu og Gvatemala. Stefán Elí er tónlistar- og myndlistarmaður sem starfar um þessar mundir á Íslandi.

Á ferlinum hefur Stefán gefið út 4 breiðskífur ásamt fjölmörgum smáskífum, og hefur tónlist hans hlotið vinsældir víða og safnað yfir 2 milljón streyma á tónlistarveitum. Stefán vinnur með fjölbreyttu tónlistarfólki víða að úr heiminum bæði sem lagahöfundur, hljóðtæknimaður, upptökustjóri, söngvari og hljóðfæraleikari. Stefán hefur komið fram á öllum landshlutum Íslands ásamt því að hafa spilað á tónlistarhátíðum bæði í Gvatemala og á Balí. Tónlistarsköpun Stefáns er víðtæk, hann skapar slökunartónlist, rappar, syngur, leikur á ýmis hljóðfæri, tekur upp, hljóðblandar o.fl.

Sumir gætu kannast við Stefán úr sjónvarpinu en hann vann um hríð að þáttagerð fyrir sjónvarspstöðina N4. Nú stendur Stefán í ströngu við gerð nýrrar plötu á íslensku sem ber nafnið Tíðni Sálarinnar. Hér má hlusta á Stefán Elí á Spotify https://open.spotify.com/playlist/6ef3kbivZse3G8ZHYrjQQB?si=ff810118ead14d67 Tumi Hrannar Pálmason, þekktur undir listamannsnafninu Flammeus, hefur látið mikið að sér kveða í tónlistinni. Árin 2016-2017 fór hann langt í The Voice Ísland, þá aðeins 18 ára. Síðar fór hann með fyrstu sólóplötuna sína (The Yellow) í Músíktilraunir 2019, hvar hann var valinn bassaleikari Músíktilrauna það árið, en einnig leikur hann á gítar og píanó. Hann kennir tónfræði og lagasmíðar, og á núna eitt ár eftir til að klára BA gráðu í djassleik á rafbassa við Staatliche Musikhochschule Mannheim í Þýskalandi (hann fór áður þaðan í skiptinám fyrst til Spánar og síðar Brasilíu), og mun þess utan í október halda fjöldasöfnun fyrir útgáfu sinnar annarrar sólóplötu (ASAP - As Sane As Possible).

Nýja breiðskífan markar stefnubreytingu í yrkisefni skáldsins, og verður hún hugsuð til að breiða út fallegan og hvetjandi boðskap um ást, umburðarlyndi og frið. Af henni hafa nú þegar nokkur lög komið út, og tvö þeirra má heyra hér: “Love Sets Your Soul Free” https://open.spotify.com/track/3a6n6mbv6Swm1fZ8QB44S1?si=Y0rRos8fQ-G3gPvtW4_Qhg “The Son Who Went Missing” https://open.spotify.com/track/03l98rVAdfmpaOx4tjYSl3?si=XbbibbxAQVKveEDLHXNt5A&context=spotify%3Aalbum%3A4THG8pwkEQo4W5mLgymFW2