FRÉTTIR

„Nýja sýningin er alveg glæný“

Líkt og síðustu ár mun jólasveinninn Stúfur mæta með glóðvolga jólasýningu í Samkomuhúsið en í þetta skiptið er aldrei að vita nema leynilegur gestur muni mæta óvænt til hans á sviðið.
Lesa meira

Fimm milljónir króna í nýjan listsjóð á Akureyri

Í dag var undirritað hér í Menningarhúsinu Hofi samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Listsjóðurinn á að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsakynnunum og nýta þá möguleika sem þar eru fyrir fjölbreytta viðburði.
Lesa meira

Áhrif Jórunnar Viðar ómetanleg

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hljómsveitarverkið „Ólafur Liljurós“ eftir eitt af höfuðtónskáldum Íslendinga, Jórunni Viðar, verður flutt í fyrsta sinn í upprunagerð fyrir sinfóníuhljómsveit undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 25. nóvember.
Lesa meira

Lífleg helgi framundan

Menningarfélag Akureyrar býður upp á fjölmarga spennandi viðburði um helgina. Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður söngleikurinn Kabarett sýndur í Samkomuhúsinu en sýningar eru einnig föstudags- og laugardagskvöld.
Lesa meira

Fagnaðarkantata á fullveldisafmæli

Þann 1. desember verður flutt glæný fagnaðarkantata „Út úr kofunum“ í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem kynslóðir og tónlistarstefnur mætast og fagna saman fullveldinu með norðlenskum ofurkröftum.
Lesa meira

Kabarett milli jóla og nýjárs

Vegna góðrar aðsóknar höfum við bætt við sýningum af söngleiknum Kabarett sem sýndur er í Samkomuhúsinu.
Lesa meira

Fjörug og fjölbreytt helgi að baki

Mikið var um að vera hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina en hátt í 2000 manns litu við á viðburði tengdum MAk.
Lesa meira

Veruleg tekjuaukning hjá Menningarfélagi Akureyrar

Veruleg tekjuaukning er á milli ára hjá Menningarfélagi Akureyrar, eða 42%. Rekstrarniðurstaða Menningarfélags Akureyrar er jákvæð og í samræmi við fjárhagsáætlanir félagsins fyrir nýliðið starfsár.
Lesa meira

Spennandi helgi framundan

Að venju verður nóg um að vera hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Á fimmtudagskvöldið verður þriðja sýningin af söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu.
Lesa meira

Aðalfundur MAk

Aðalfundur Menningarfélags Akureyrar fer fram í Hömrum í Hofi þriðjudagskvöldið 30. október klukkan 20.0
Lesa meira