FRÉTTIR

Ljúfir tónar og lúðrasveit í Hofi

Framundan eru fjölbreyttir tónleikar í Hömrum í Hofi. Í kvöld, 7. júní, kemur tónlistarparið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson fram, ásamt hinum góðkunna Valmari Valjaots, á tónleikum sem eru hluti af tónleikaröð þeirra, Hamskipti. Á laugardaginn, 9. júní, kemur Lúðrasveit Þorlákshafnar svo í heimsókn í Hof og flytur valin lög úr smiðju Magnúsar Þórs Sigmundssonar.
Lesa meira

Kvenfólk tilnefnt til þrennra Grímuverðlauna

Leikrit tvíeykisins Hunds í óskilum, Kvenfólk, hefur verið tilnefnt til þrennra Grímuverðlauna, en verðlaunahátíðin verður þriðjudaginn 5. júní. Verkið, sem var 323. sviðsetning Leikfélags Akureyrar, er tilnefnt í flokkunum leikrit ársins og tónlist ársins, auk þess sem kvennahljómsveitin Bríet og bomburnar, sem kemur fram í verkinu, er tilnefnd sem Sproti ársins, en þau verðlaun eru veitt einstaklingi eða hópi sem er talinn hafa sýnt sérstaka nýbreytni.
Lesa meira

Vaka í Hofi

Þjóðlistahátíðin Vaka fer fram dagana 30. maí – 2. júní og alla dagana verður dagskrá í Hofi, námskeið í dansi og söng, hádegishugvekjur og tónleikar öll kvöldin. Upphafstónleikarnir á miðvikudagskvöldið eru jafnframt vortónleikar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og sérstakir gestir á tónleikunum verða Dansfélagið Vefarinn og kvennakórinn Embla. Tónleikunum lýkur með almennum dansi.
Lesa meira

Konur eru konum bestar

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma fram á þriðju tónleikum nýrrar klassískrar tónleikaraðar KÍTÓN sunnudaginn 27. maí í Hofi. Á efnisskrá tónleikanna eru lög íslenskra kventónskálda við ljóð íslenskra kvenljóðskálda.
Lesa meira

Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn í Hofi

Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn sem verður haldinn í Hofi verður jafnframt síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar, en fundir bæjarstjórnar verða í Hofi út þetta ár og það næsta, hið minnsta.
Lesa meira

Fornbílar við Hof vekja forvitni

Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hélt í gærkvöld, miðvikudagskvöld, fyrsta fornbílahitting sumarsins við Menningarhúsið Hof. Er ætlunin að vera við Hof frá kl. 20 öll miðvikudagskvöld í sumar, ef veður leyfir, og leyfa fólki að virða fyrir sér glæsibílana að utan sem innan.
Lesa meira

Ljúfir lýrutónar í Hofi

Inga Björk Ingadóttir kemur fram á öðrum tónleikum nýrrar klassískrar tónleikaraðar KÍTÓN annað kvöld, þriðjudaginn 15. maí, í Hofi. Inga Björk syngur og leikur á lýru, bæði eigin lög og eins hefur hún útsett sérstaklega fyrir lýruna lög eftir íslenskar og erlendar tónlistarkonur.
Lesa meira

Liprar tær og fingur í Hofi

Það verður mikið dansað í Hofi um helgina, bæði bókstaflega og á nótnaborðinu. Tveir dansskólar halda nefnilega sýningar í húsinu, auk þess sem ungur píanóleikari heldur tónleika.
Lesa meira

KÍTÓN Klassík í Hofi

Fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fara fram í Hofi sunnudaginn 6. maí. Þetta er fyrsta klassíska tónleikaröð félagsins og á þessum fyrstu tónleikum flytja Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, sönglög eftir Jórunni Viðar.
Lesa meira

Hlátur, hugmyndir og húrrandi fjör

Það verður boðið upp á fjölbreyttan menningarkokkteil í Samkomuhúsinu og Hofi um helgina.
Lesa meira