FRÉTTIR

Erilsöm en spennandi vika

Framundan er erilsöm en spennandi vika hjá Menningarfélagi Akureyrar. Nú er vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar að hefjast en kennslan fer fram í Hofi að þessu sinni. Önninni lýkur með sýningu fyrir aðstandendur þann 13. apríl.
Lesa meira

Leikfélag VMA sýnir í Hofi

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri mætir með söngleikinn Bugsý Malón í Menningarhúsið Hof í febrúar. Bugsý Malón, eftir Alan Parker, gerist um 1920 í Brooklyn
Lesa meira

Skráningu lýkur á sunnudaginn

Skráningu á vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar lýkur sunnudaginn 20. janúar. Samkvæmt Jenný Láru Arnórsdóttur, skólastjóra LLA, hafa viðtökur verið góðar og eru námskeiðin óðum að fyllast.
Lesa meira

LÓI og SinfoniaNord – hljómleikabíó

Teiknimyndin LÓI - þú flýgur aldrei einn verður að hljómleikabíósýningu í Hofi og Hörpu í haust. Náðst hafa samningar milli framleiðanda myndarinnar og SinfoniaNord um að sýna kvikmyndina, í Hofi 22. september og í Hörpu stuttu seinna, með lifandi undirleik heillar sinfóníuhljómsveitar undir stjórn tónskáldsins Atla Örvarssonar.
Lesa meira

Sýningum lýkur 9. febrúar

Sýningum Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Kabarett lýkur laugardaginn 9. febrúar eftir tæplega 30 sýningar. Söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi síðan hann var frumsýndur í Samkomuhúsinu þann 26. október 2018 og hefur fengið frábærar viðtökur, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum.
Lesa meira

Skemmtileg fyrsta helgi ársins

Menningarfélag Akureyrar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar um leið fyrir árið sem var að líða. Fjörið heldur áfram á nýju ári og hefst með söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið. Söngleikurinn hefur heldur betur slegið í gegn en sýningin á laugardagskvöldið er sú 16. í röðinni.
Lesa meira

Jólakveðja frá MAk

Menningarfélag Akureyrar sendir viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um friðsæl og gleðileg jól og gott, farsælt komandi ár. Þökkum samveruna á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Vorönn LLA hefst 21. janúar

Vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar hefst 21. janúar. Önnin er 12 vikur og lýkur með sýningu fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu 12.-14. apríl 2019.
Lesa meira

Þau leika Torfa og Grímu

Þessir frábæru og hæfileikaríku krakkar voru valin úr hópi 90 barna sem mættu í leik- og söngprufur í haust fyrir söngleikinn Gallsteinar afa Gissa. Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson skipta á milli sín hlutverkum systkinanna Torfa og Grímu. Systkinin, sem búa á afar annasömu nútímaheimili, heimsækja afa Gissa sem liggur á spítala eftir gallsteinaaðgerð þegar lífið tekur óvænta stefnu.
Lesa meira

Viðburðarrík helgi í Hofi

Að baki eru velheppnaðir og viðburðarríkir dagar í Hofi en tæplega þrjú þúsund gestir heimsóttu menningarhúsið um helgina hvort sem það var á opnun myndlistarsýningu, á jólatónleika og/eða á glæsilegt jólahlaðborð 1862 Nordic Bistro. Stjörnurnar í Heima um jólin héldu hvorki meira né minna en fimm tónleika fyrir fullu húsi en í ár stigu meðal annarra á svið Friðrik Ómar, Jógvan Hansen, Garðar Thor Cortes, Sigga Beinteins, Diddú og Jóhanna Guðrún.
Lesa meira