FRÉTTIR

Þrándur Þórarinsson opnar í Hofi

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar myndlistarsýningu sína í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 16. febrúar. Þrándur fæddist á Akureyri árið 1978, stundaði nám um tíma í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri og var í læri hjá Odd Nerdrum.
Lesa meira

Fegurð og gáski

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika í Hömrum í Hofi á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl 17. Þau leika verk frá barokktímanum til dagsins í dag, m.a. eftir Chaminade, Chopin, Paganini og John Williams.
Lesa meira

Dans, rómantík og Þrándur Þórarinsson

Framundan er líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi eins og vanalega. Í hádeginu í dag, fimmtudag, fer fram hin árlega dansbylting, Milljarður rís, þegar dansað verður gegn ofbeldi. Nýja FO-húfan verður til sölu en allur ágóði rennur til verkefna UN Women. Endilega komdu og dansaðu! Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er dagur elskenda; sjálfur Valentínusardagurinn.
Lesa meira

Milljarður rís í Hofi

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í Hamragili í Hofi í hádeginu í dag en Vélarnar sér um tónlistina. Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Lesa meira

Æfingar hafnar á leikverkinu Skjaldmeyjar hafsins

Æfingar á hinu nýja heimildaverki Skjaldmeyjar hafsins úr smiðju leikhópsins Artik hófust í síðustu viku. Verkið varpar ljósi á líf eiginkvenna sjómanna, hugsanir þeirra og tilfinningar í fjölbreyttum og oft krefjandi hversdagsleika. Við kynnumst þremur konum og hvernig þær takast á við óvissuna, óttann og sorgina þegar háska ber að á hafi úti og þær eru í landi.
Lesa meira

Lokasýning, jóga og Bugsý Malón

Það er heldur betur fjölbreytt og skemmtileg helgi framundan hjá Menningarfélagi Akureyrar. Lokasýningar Leikfélags Akureyrar af söngleiknum Kabarett fara fram á föstudags- og laugardagskvöld en síðasta sýningin verður sú 27. í röðinni. Þeir sem ekki ætla sér að missa af Kabarett er bent á að hafa hraðar hendur því óðum er að seljast upp á þessa lokahelgi.
Lesa meira

Sýningum á Kabarett lýkur

Síðustu sýningar á söngleiknum Kabarett fara fram í Samkomuhúsinu um helgina. Söngleikurinn hefur fengið skínandi dóma gagnrýnenda og frábærar viðtökur en sýningin á laugardagskvöldið, lokasýningin, verður 27 sýningin. Kabarett er viðamesta og dýrasta uppsetning Menningarfélags Akureyrar frá upphafi en að sama skapi sú söluhæsta en tæplega fimm þúsund manns munu hafa séð söngleikinn þegar sýningum lýkur.
Lesa meira

Styrkir veittir úr listsjóðnum VERÐANDI í fyrsta sinn

Veittir voru styrkir í fyrsta sinn úr listsjóðnum VERÐANDI í Menningarhúsinu Hofi í gær. Það voru 16 umsóknir sem bárust sjóðnum og 10 verkefni sem fengu brautargengi á þessu fyrsta úthlutunartímabili sem er 4. janúar - 31. júlí í ár. Styrkþegarnir tíu munu standa fyrir fjölbreyttum viðburðum í Menningarhúsinu Hofi á þessum tímabili, sem dæmi með nefna Piazolla kvintett tónleikum, dansgjörningi með frumsaminni tónlist, kórtónleikum, útgáfutónleikum, hátíðardagskrá til heiðurs Elísabetu Maríu, jasstónleikum, klassískum tónleikum og popptónleikum ásamt bíótónleikum með lúðrasveit.
Lesa meira

Bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á Akureyri

Bókmenntahátiðin í Reykjavík þjófstartar í Menningarhúsinu Hofi líkt og árið 2017. Bókmenntadagskráin í Hofi verður haldin dagana 23. og 24 apríl, með þátttöku erlendra og innlendra höfunda auk lesenda. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en hún er samstarf Menningarfélags Akureyrar, Bókmenntahátíðarnnar í Reykjavík og Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Lesa meira

Bugsý Malón mættur í Hof

Hátt í 80 krakkar úr Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri, ásamt leikstjóra og aðstoðarleikstjóra, eru nú mætt í Hof til að leggja lokahönd á söngleikinn Bugsý Malón sem frumsýndur verður 8. febrúar næstkomandi.
Lesa meira