FRÉTTIR

Akureyrarvaka hefst í dag

Akureyrarvaka hefst í dag og mun Menningarfélag Akureyrar að sjálfsögðu taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Lesa meira

Skráning hafin í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn og unglinga í 2.-10. bekk grunnskóla.
Lesa meira

Ungt tónlistarfólk á Norðurlandi flytur sumartóna

Ungt og efnilegt tónlistarfólk á Norðurlandi flytur hugljúfa sumartóna á fimmtudagskvöldið í Hofi. Tónleikarnir eru þeir síðustu í tónleikaröð Listasumars og Menningarfélags Akureyrar.
Lesa meira

Verslunarmannahelgin í Hofi

Það verður nóg um að vera í Hofi um Verslunarmannahelgina en á laugardeginum verður slegið upp Spari-Dynheimaballi. Viðburðurinn, sem er fyrir löngu orðinn fastur í sessi sem stærsti endurfundur fyrir heilu árgangana, fer fer fram í Nausti á laugardagskvöldið og er 30 ára aldurstakmark.
Lesa meira

„Hann var ótrúlega sérkennilegur karl“

„Ég á mínar minningar þótt ég hafi aðeins verið sex ára þegar hann dó. Hann var ótrúlega sérkennilegur karl og ég man sérstaklega eftir hlátrinum hans sem var ótrúlega smitandi. Svo eru heimsóknirnar til hans á Hverfisgötuna minnistæðar. Það var eins og að koma í kastala; málverkin voru um allt og út um allt,“ segir Tinna Stefánsdóttir barnabarn listamannsins Stefáns V. Jónssonar, betur þekktum sem Stórval.
Lesa meira

Tæknimaður Hofs á Hróarskeldu

Árni F. Sigurðsson, tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar, mun starfa sem hljóðmaður á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu sem fram fer í Danmörku á næstu dögum.
Lesa meira

Stórval og Listasumar

Myndlistasýningin Stórval í 110 ár verður opnuð sunnudaginn 24. júní kl. 15 í Hamragili um leið og setning Listasumars fer fram mep pompi og prakt. Á opnunni mun Tinna Stefánsdóttir langaafabarn Stórvals segja nokkur orð, Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu setja Listasumar og ungt listafólk stíga á stokk. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Nýr kynningar- og markaðsstjóri

Menningarfélag Akureyrar hefur fengið Indíönu Ásu Hreinsdóttur til liðs við sig í starf kynningar- og markaðsstjóra. Indíana hefur áralanga reynslu af blaðamennsku en hún starfaði lengst af sem blaðamaður DV og Fréttablaðsins og var ritstjóri Akureyri Vikublaðs um tveggja ára tímabil
Lesa meira

Mak auglýsir eftir tæknimanni

Almenn tæknivinna hjá Menningarfélagi Akureyrar með áherslu á ljósavinnu. Helstu verkefni eru m.a vinna við uppsetningu búnaðar fyrir sýningar, tónleika, ráðstefnur og aðra viðburði, bæði utanaðkomandi og á vegum Menningarfélags Akureyrar. Keyrsla á viðburðum. Ljós, hljóð, mynd, sviðsvinna og önnur tilfallandi verkefni sem tengjast viðburðum.
Lesa meira

Tónlist tileinkuð konum

Það verða kvenflytjendur sem sjá um tónleika næstu viku hér í Hofi. Þriðjudaginn 19. júní koma píanóleikarinn Helga Kvam og söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir fram á tónleikunum Hulda-hver á sér fegra föðurland. Þær fara yfir líf skáldkonunnar Huldu í tali og tónum, flytja lög íslenskra tónskálda við texta Huldu ásamt því að frumflytja tónlist eftir Daníel Þorsteinsson sem hann sem hann samdi sérstaklega fyrir Helgu og Þórhildi fyrir þessa tónleika.
Lesa meira