Kristján Kristjánsson nýr markaðsstjóri
08.06.2024
Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Kristján Kristjánsson í starf markaðsstjóra.
Kristján hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Kraumar framleiðslu þar sem hann hefur sinnt kvikmyndagerð og markaðsstarfi. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af stafrænu starfi og hefur starfað við sjónvarp, útgáfumál og markaðsstjórnun síðastliðin 30 ár. Kristján lærði leikstjórn í Osló í Noregi auk þess sem hann hefur lagt stund á meistaranám í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og lauk nýverið námi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.
Kristján tekur við af Indíönu Hreinsdóttur sem hefur sinnt starfi markaðsstjóra síðustu sex árin. Menningarfélag Akureyrar býður Kristján velkominn til starfa.