Stelpupartý í Hofi – Miðasala hafin
27.05.2024
Vinkonuhópar og saumaklúbbar ættu að taka 14. september næstkomandi frá en þá verður alvöru tónleika- og partýveisla í Hofi þegar Rún viðburðir standa fyrir Girls Just Want To Have Fun!
Fyrirpartý hefst kl. 18 með drykk, tónlist og gleði og svo hefjast risa tónleikar í Hamraborg þar sem tónlistarfólkið Júlí Heiðar, Jónína Björt, Bryndís Ásmunds, Jóna Margrét og Drottningar og uppistandarinn Snjólaug troða upp.
Nánari upplýsingar og miðasala hér!