Mads Gilbert heldur fyrirlestur i í Hofi í kvöld
29.05.2024
Félagið Ísland-Palestína boðar til fundar með Dr. Mads Gilbert, heimsþekktum lækni og baráttumanni fyrir Palestínu, í Menningarhúsinu Hofi í kvöld.
Dr. Gilbert mun flytja fyrirlestur með yfirskriftinni Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do? Með Mads Gilbert.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19:30.
Dr. Mads Gilbert er margverðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga-og bráðalækningum við The Arctic University of Norway og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi. Frá árinu 1981 hefur Mads verið verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum,sérstaklega á sviði heilbrigðismála og aðallega á Gaza síðustu tuttugu ár. Mads starfaði á Shifa sjúkrahúsinu á meðan á árásum Ísraelshers á Gaza stóð 2006, 2009, 2012 og 2014. Eftir 7. október 2023 ferðaðist hann til Egyptalands með neyðarskurðteymi NORWAC til að vinna á Gaza, en Ísraelsher meinaði honum aðgang að Gaza. Hann er höfundur bókanna „Eyes on Gaza“ og „Night in Gaza“.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn - öll velkomin meðan húsrúm leyfir.