Fara í efni

Upptakturinn kominn á UngRÚV

Nú er hægt að horfa á Upptaktinn á Akureyri 2024 í sjónvarpinu því stök atriði frá tónleikunum eru sýnileg á UngRÚV.

Tónleikarnir fóru fram í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 7. apríl. Tíu unghöfundar, á aldrinum 10-16 ára, unnu með listafólki að útsetningu laga sinna. Verkin voru flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum á stóra sviðinu í Hamraborg. Um útsetningu verkanna fyrir hljómsveit sáu Kristján Edelstein og Greta Salóme, sem einnig var tónlistarstjóri.

Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. 

Lög krakkanna eru einnig að finna á Youtube

 

Ungtónskáldin og verk þeirra :

Anna Lovísa Arnarsdóttir - Eyrun mín sjá liti
Eiður Reykjalín Hjelm - Frühlig im Wald (vor í skóginum)
Hákon Geir Snorrason - Svigrúm
Heimir Bjarni Steinþórsson - Metal Dandelion
Jóhann Valur Björnsson - Unfathomable og Blossom
Jóhanna Kristín Júliusdóttir - Fjölskyldur
Svanborg Alma Ívarsdóttir - Draumur túnfisksins
Þórhallur Darri - Show me your heart
Þórhildur Eva Helgadóttir - Froskadansinn
Tobías Þórarinn Matharel - Trompetlag

Til baka