Fara í efni

Sigga Sunna sviðs- og brúðuhönnuður Litlu Hryllingsbúðarinnar í alþjóðlegri dómnefnd

Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðs- og brúðuhönnuður Litlu Hryllingsbúðarinnar verður í dómnefnd alþjóðlegrar brúðuhátíðar ásamt Bonnie Kim brúðulistakonu frá Hawaii og Friðriki Friðrikssyni.

Sigríður Sunna er með BATP gráðu frá brúðuleikhús – og sviðshöfundabraut Royal Central School of Speech and Drama og hefur starfað við hönnun leikmynda, búninga og leikbrúða hér á Íslandi sem og víðar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún gæðir svið Leikfélags Akureyrar lífi því hún hannaði leikmyndina fyrir Lísu í Undralandi árið 2014. Fyrir Þjóðleikhúsið hefur hún t.a.m. hannað leikmynd og búninga fyrir Ástu, leikmynd og búninga fyrir Ör og leikmynd fyrir Kópavogskróniku og Meistarann og Margarítu. Af verkefnum í Borgarleikhúsinu má nefna Tvískinnung, 1984, Hamlet litla, Vísindasýningu Villa og Lóaboratoríum.

Það má því segja að plantan ógurlega úr Litlu Hryllingsbúðinni verði í góðum höndum næsta haust og vetur hjá Leikfélagi Akureyrar.
Alþjóðlega brúðuhátíðin er nú haldin í fjórða sinn á Hvammstanga.

Forsölutilboð á Litlu Hryllingsbúðina er í fullum gangi

Til baka