Litla Hryllingsbúðin kveður
22.04.2025
Eftir maraþon sýningarhelgi um páskana hefur öllum hurðum verið lokað og læst í Litlu Hryllingsbúðinni á Skítþró. Hlaut söngleikurinn frábærar viðtökur þegar hann var sýndur í Samkomuhúsinu á haustmánuðum 2024. Var því ákveðið að bæta við aukasýningum um páskana og hef verið fullt út úr dyrum yfir páskahátíðina. í gær mánudag var svo loka loka sýning og kveðja aðstandendur þetta vel heppnaða tímabil með sól í sinni og söknuð í hjarta.