Magnús Eiríksson látinn | Minningin lifir í tónlistinni
13.01.2026
Við hjá Menningarfélagi Akureyrar viljum senda okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu, vina og aðstandenda Magnúsar Eiríkssonar tónlistarmanns, sem lést 9. janúar síðastliðinn, 80 ára að aldri.
Magnús var einn af okkar allra fremstu texta- og lagahöfundum í íslenskri tónlistarsögu og vann á ferli sínum með fjölda þekktustu tónlistarmanna landsins. Hann er best þekktur sem stofnandi og drifkraftur hljómsveitarinnar Mannakorn, sem lék stórt hlutverk í íslenskri dægurtónlist frá áttunda áratug síðustu aldar og fram á okkar daga.
Við vorum svo heppin að fá Magnús ásamt hljómsveit oft og mörgum sinnum til okkar í Hof var alltaf mikil aðsókn á viðburðina hans. Á þeim fjölmörgum tónleikum sem hann hélt hjá okkur í gegnum árin flutti hann hugljúf og grípandi lög sín sem eru sígild og vel kunnug hjá þjóðinni.
Magnús lagði ómetanlegt framlag til íslenskrar tónlistar bæði sem tónlistarmaður, textahöfundur og tónskáld. Hann hlaut m.a. heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 1999, fálkaorðuna árið 2014 og sérstaka þakkarorðu íslenskrar tónlistar á Degi íslenskrar tónlistar árið 2024.
Við munum minnast hans með hlýhug og þakklæti fyrir tónlistina, nærveruna og fyrir þær ógleymanlegu stundir sem við áttum með honum í Hamraborg.
Hvíl í friði, Magnús
Hvíl í friði, Magnús