Heiðurstónleikar í tilefni 80 ára afmæli Dolly Parton færðir til 8. maí.
22.01.2026
Sveitatónlistardrottningin Dolly Parton varð áttræð á dögunum og af því tilefni hefur hópur listafólks komið saman og sett upp tónleika til heiðurs þessarar frábæru söngkonu. Þær Sigga Beinteins, Selma Björns og Lay Low munu syngja lög eins og „Jolene“, „9 to 5“, „Islands in the Stream“, „Coat of Many Colors“ og „I Will Always Love You“ og fleiri sem löngu eru orðin klassísk í flutningi Dollýjar. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson og því um einvala tónlistarfólk að ræða. Tónleikarnir áttu að fara fram í janúar en hafa nú verið færðir til 8. maí.
Hægt er að tryggja sér miða hér.