Fara í efni

Íþróttahátíð Akureyrar í Hofi í dag

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir Íþróttahátíð Akureyrar í dag, fimmtudaginn 29. janúar. Athöfnin verður í Hofi og hefst kl. 17:30. Þar verður meðal annars lýst kjöri íþróttafólks Akureyrar 2025. Hátíðin er öllum opin.

Styrkir verða veittir til afreksefna, viðurkenningar til aðildafélaga vegna Íslandsmeistaratitla og heiðursviðurkenningar Fræðslu- og lýðheilsuráðs verða veittar.

Öll velkomin. Húsið opnar kl 17 og athöfnin hefst eins og áður sagði kl 17:30. 

Til baka