Fara í efni

Verkefnastjóri fjármála og rekstrar

Verkefnastjóri fjármála og rekstrar
Ertu að leita að skemmtilegu starfsumhverfi og hefur þú yfirgripsmikla bókhaldsþekkingu?

Menningarfélag Akureyrar ses. óskar eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og rekstrar. Menningarfélagið býður upp á starfsvettvang þar sem líflegt, skapandi og fjölbreytt umhverfi er ríkjandi. Félagið annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningar- og ráðstefnuhússins Hofs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með færslu bókahalds, afstemmingu, uppgjöri og innheimtu
  • Upplýsingagjöf vegna fjármála, eftirlit og aðstoð við fjárhagsáætlanagerð
  • Umsjón með ákveðnum kerfum
  • Yfirumsjón með eignaskrá félagsins
  • Þátttaka í verðlagsteymi
  • Aðstoð við samningagerð
  • Tengiliður við ýmsa þjónustuaðila og birgja

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af bókhaldi skilyrði
  • Reynsla af samningagerð kostur
  • Reynsla af áætlanagerð og eftirfylgni áætlana
  • Þjónustulipurð og skipulagshæfni
  • Góð tölvufærni og hæfni í textaskrifum á íslensku og ensku
  • Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og umsóknarbréf.

Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Alfreð - www.alfred.is

Umsóknarfrestur er til og með 11.02.2026.

Við hvetjum öll áhugasöm að sækja um.

Umsjón með ráðningunni hefur framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Eva Hrund Einarsdóttir - eva@mak.is.

Til baka