Fara í efni

SinfoniaNord spilar strengi á nýjustu plötu Múm

Hljómsveitin Múm leitaði til fagfólksins í Sinfonia Nord til að fylla hljóðheim nýjustu útgáfu þeirra af strengjum. Nýja platan heitir History of Silence er þeirra sjöunda stúdíóplata.  Í þetta sinn leita þau í átt að hinu draumkennda þar sem tónlistin liðar áfram líkt og lækur liðar eftir grófu landslagi.  Verkið varð til á tveimur árum með upptökum og vinnu út um allan heim, m.a. í Sudestudio á Ítalíu og einnig í Reykjavík, Berlín, Aþenu, Helsinki, New York og Prag. Strengjaupptökur fóru svo fram í Hofi á Akureyri og Ingi Garðar Erlendsson sá um strengjaútsetningar.

Platan er aðgengileg á LP vinyl, CD og hljóðsnælduútgáfan sem  kom út í 100 eintökum er uppseld. Einnig er hægt að hlýða á gripinn á streymisveitum eins og Spotify.

Til baka