Fara í efni

Jólailmur 2025

Jólailmur, hönnunar- og handverkshátíð verður haldin sunnudaginn 23. nóvember 2025 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hátíðin stendur yfir frá kl. 12-19.

Yfir 30 þátttakendur hafa skráð sig til leiks og framboðið verður mjög fjölbreytt þar sem hægt að gera góð kaup fyrir jólin, hvort sem það eru jólagjafir eða matvara fyrir jólaboðið.

Við viljum sameinast í að hvetja fólk til að versla í heimabyggð, koma í Hof og sjá fjölbreytt úrval af hönnun og handverki og finna jólailminn í Hofi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í Menningarhúsinu Hofi á sunnudaginn.

Til baka