Fara í efni

Birtíngur verður rokkóperetta með lögum eftir Þorvald Bjarna

 

Verið er að semja 12 ný lög fyrir rokkóperettuna Birtíngur sem er uppsetning byggð á klassísku verki Voltaires, nú í nýrri og kraftmikilli leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar. Þar er heldur betur verið að blása fersku lífi í söguna með nýjum lögum eftir meistara söngleikjanna, Þorvald Bjarna Þorvaldsson, sem samdi tónlistina fyrir t.a.m. Ávaxtakörfuna, Benedikt Búálf, Hafið Bláa, Gosa o.fl. 

Leikstjórn er í höndum Bergs Þórs Ingólfssonar og verður hópur af úrvalsleikurum í aðalhlutverkum, þar á meðal Níels (Nilli) Thibaud Girerd, Hjalti Rúnar Jónsson, Hólmfríður Hafliðadóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Urður Bergsdóttir.

Fyrsta lag sýningarinnar, Allt er alltaf allstaðar í allra besta lagi, er nú tilbúið og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gera tónlistarmyndband við lagið og var það frumsýnt á Vísi. Leikstjórn var í höndum Kristjáns Kristjánssonar og var einn af tökustöðum inn í miðjum Vaðlaheiðargöngum. Lagið sungið af Urði Bergsdóttur og leikhópnum. Sjá myndband

 

Til baka