Fara í efni

Jólaglögg fær frábærar móttökur hjá áhorfendum

Leikritið Jólaglögg sem samið er og sýnt af atvinnuleikhópnum Umskiptingum var frumsýnt síðastliðinn föstudag og svo einnig sýnt á laugardags- og sunnudagskvöldinu. Það má með sanni segja að móttökur hafi verið frábærar um helgina og stöðugur hláturinn heyrst langt útfyrir hið fallega Samkomuhús sem verður 120 ára á næsta ári. 

Jólaglögg er óstjórnlega fyndin sketsasýning þar sem tæklaðar eru skrítnar jólahefðir, yfirþyrmandi jólalög, gjafastress og meira til!
Innpakkað í eina handhæga kvöldstund. Þar sem það styttist heldur betur í jól þá eru einungis tvær sýningahelgar eftir.  Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða.

meðal þess sem áhorfendur hafa sagt er:  

“Jéminn… Þetta er snilld! Ég mun aldrei geta sungið “Adam átti syni sjö…” 😂😂😂”

 - Anna Guðrún Grétarsdóttir

 

“Þetta var snilldarkvöldstund, ekki láta þetta fara hjá óséð. Bóndið í Skriðu skemmti sér mjög vel.”

 - Sigríður Kristín Sverrisdóttir

 

“Mæli svo með! ⭐⭐⭐⭐⭐ Hef ekki hlegið svona innilega í mörg ár!

-Eden B. Hróa

Ég er enn með strengi í hnakkanum eftir ofreynslu hláturvöðva, hó hvað þetta var fyndið og hressandi!”

-Þórgnýr Dýrfjörð

“Frábær skemmtun og hláturveisla!”

 -Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir

 

“Sannarlega bráðskemmtileg grínsýning og það er jafnvel vægt til orða tekið! Skemmti mér stórkostelga vel í gærkvöldi!

 -Helena Eydís Ingólfsdóttir

 

“Ég hef ekki lengi heyrt jafnmikin hlátur í salnum og þvílík orka og gleði í leikendum!”

- Saga Geirdal Jónsdóttir

“Nú fariði og hlæjið og gleðjist á Jólaglögginu. Ég er ekkert að djóka. Nýtið ykkur það, að Áramótaskaupið kom snemma í ár - drífið ykkur í leikhús og lengið lífið með hlátrasköllum!!!”

-Oddur Bjarni

Vá hvað þetta var geggjað skemmtilegt! Mæli með þessari sýningu!!”

-Halla Ingólfsdóttir

“Ef þið eruð eins og ég og nennið engan vegin á einhverja jólatónleika með löðrandi væmni og skautið framhjá flestu sem tengist “aðventu-kósí-jólaróli” þá er þetta sýningin fyrir ykkur! Hjálpi mér allar heilagar hunda-fylgjur hvað þetta er fyndið! Ef ég ætti mæla með einhverju fyrir jólin til að koma trölla eins og mér í jólaskapið þá er það þetta. Ekki fokkings missa af þessu eins og fáviti!!” (“Hjálpi mér allar heilagar hunda-fylgjur hvað þetta er fyndið! Ekki fokkings missa af þessu eins og fáviti!! ♥️😁”)

-Inga Maria Ellertsdóttir

“Mæli með þessari hlátursprengju! Frábær spennulosun í desember og hægt að tengja við ýmislegt ;) ”

-Helga Kvam

“Þetta er alveg hrikalega fyndið. Ef ykkur langar í góða kvöldstund með miklum hlátri þá er Jólaglögg málið!”

-Anna María

“Mjög gaman og hló mikið 😆”

-Sigríður Emilía Bjarnadóttir

“Skemmti mér konunglega!”

-Guðrún María Haraldsdóttir

“Stórskemmtileg sýning!”

-Skúli Gautason

“Frábær Sýning”

-Ingunn Sigmarsdóttir

“Vá hvað þetta var skemmtilegt! Svona “sketsa”leikrit með góðu tempói og ég hló allan tímann! 😂🙈”

-Bergþóra Huld

“Pör, vinahópar, mæður, Norðlendingar og þið sem eruð í jólastressi… Takið ykkur pásu, bókið ykkur miða og njótið þess að hlæja svolítið hressilega!”

-Selma Sverris

“Þetta er fyndnasta og skemmtilegasta sýning sem ég hef séð í laaaaangan tíma. ALLSEKKI missa ef þessari frábæru sýningu. Hún er algert gull!

-Súsanna Svavarsdóttir



Til baka