Fara í efni

Vel heppnaður jólamarkaður í Hofi

Hluti þeirra 2000 gesta sem heimsóttu Jólamarkaðinn Jólailm í Hofi síðastliðinn sunnudag.
Hluti þeirra 2000 gesta sem heimsóttu Jólamarkaðinn Jólailm í Hofi síðastliðinn sunnudag.

Það er óhætt að segja að bæjarbúar og aðrir gestir hafi tekið Jólailminum, handverks- og hönnunarmarkaðnum hér í Hofi ákaflega vel í gær.

Hátt í 2000 manns lögðu leið sína í hús til að njóta þess sem 32 sýnendur höfðu á boðstólum.

Það var margt sem freistaði; girnilegar og gómsætar vörur, mjúkar og harðar. Keramik, skart, myndlistaverk, matvara, kerti, aðventukransar og tröpputré svo eitthvað sé nefnt.

Það var margt um manninn og glatt á hjalla. Jólaandinn hitti marga þennan dag, enda húsið baðað jólailmi, skreytingum, aðlaðandi vörum og girnilegu góðgæti og bærinn í heild ævintýralega fallega hrímaður í frostinu .

Það er Kista - hönnunarverslun í Hofi sem stendur að baki Jólailmnum í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur að ári.

Til baka