Fara í efni

Gleði í glæsilegum umbúðum

Gjafakort Menningarfélags Akureyrar er vinsæl gjöf sem hentar við öll tilefni. Margir hafa valið að gefa vinum og vandamönnum þessa öruggu ávísun á upplifun í jólagjöf enda hafa rannsóknir sýnt að list, menning, tónleikar og leikhús hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu. 
Það eru fjölmargir viðburðir framundan hjá Menningarfélaginu og er hægt að kaupa bæði almennt kort sem gildir á alla viðburði eða einstaka viðburði. Á nýju ári frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikverkið um Birtíng sem heldur betur hefur verið poppað upp í leikgerð og leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Á sviðinu verður 10 manna hljómsveit ásamt leikurum því þessi uppsetning mun bjóða upp á 12 glæný lög eftir söngleikjameistarann Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Í janúar mun Ævar Þór heimsækja Samkomuhúsið og sýna einleikinn Kapteinn Frábær sem hlotið hefur frábæra dóma sem og Ævar var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir túlkun sína á hátt í 15 persónum.  Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun heiðra minningu Jóns Nordals á 100 ára fæðingarafmæli hans í mars og Atli Örvars mun stýra Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í flutningi á eigin verkum um páska. Auk þessa alls verður fjölbreytt úrval tónleika og viðburða í sölum Hofs í hverri viku. Nú hefur gjafakortið farið í andlitslyftingu og er orðið einstaklega fallegur gripur sem myndi njóta sín vel undir jólatrénu. Hönnun var í höndum Ingibjargar Berglindar hjá Cave Canem. Með gjafakorti Menningarfélags Akureyrar er hægt að gefa sínum nánustu gleði innpakkaða í glæsilegar umbúðir. Nánar um gjafakort

Til baka