Hamrar

Hlýr og stílhreinn með fjölmarga möguleika

Hamrar er minni salurinn í húsinu. Hann tekur allt 200 manns í sæti í sitjandi borðhald  og um 300 manns í standandi veislu.

Salurinn er með þrjár stórar dyr sem opnast út á verönd og er salurinn tilvalinn fyrir fallegar veislur svo sem brúðkaup, fermingar og afmæli. Í þessum sal eru fullkomin hljómgæði og hann er auðveldlega hægt að opna og sameina öðrum svæðum hússins og halda stærri veislur.