Fara í efni

Hamrar

Stærð: 180,5 fm
Bíóuppröðun: 150-180
Skólastofa: 140
Hringborð: 140
Standandi: 250

Hamrar er með flötu gólfi, lausum stólum og lausu sviði, sem gerir það mögulegt að aðlaga salinn að þörfum hvers skipuleggjenda, hvort sem um er að ræða tónleika, ráðstefnu, veislu eða annað. Salurinn er viðarklæddur í hólf og gólf með ljósum panel og við hönnun salarins var lögð sérstök áhersla á góðan hljómburð. Hamrar hentar einkar vel fyrir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist, ýmsa listgjörninga og einnig fyrir fundi, ráðstefnur og námskeið. Með borðum er einnig hægt að skapa einskonar kaffihúsastemmningu þar sem boðið er upp á veitingar á meðan viðburði stendur.

Salurinn er með þrjár stórar dyr sem opnast út á verönd og er salurinn tilvalinn fyrir fallegar veislur. Salinn er auðveldlega hægt að opna og sameina öðrum svæðum hússins og halda stærri veislur.

Búnaður fyrir tónleika og aðra viðburði

INNIFALIÐ Í SALARLEIGU

  • Föst tónleikalýsing
  • Ljósabúnaður
  • 8 stk hreyfiljós
  • Ljósastýring
  • Standsetning á sal 
  • Þrif
  • Grunntæknibúnaður
    • 4 hljóðnemar
    • 2 sviðshátalarar
    • 1 hljóðblöndunarborð
    • Snúrur og statíf

ANNAR BÚNAÐUR OG ÞJÓNUSTA Í BOÐI

  • Þráðlausir hljóðnemar
  • Fluguhljóðnemar + móttakarar
  • Hljóðnemar á hljóðfæri
  • Monitorar
  • Kórpallar
  • Sviðspallar
  • Flygill
  • Trommusett
  • Fjölrása hljóðmixer
  • DI box
  • Skjávarpi og tjald
  • Hljóðmaður
  • Ljósamaður
  • Monitormaður
  • Framhús

Búnaður fyrir fundi

Innifalið í salarleigu

  • Skjávarpi
  • Tjald
  • Tölva
  • Ræðupúlt með hljóðnema
  • Föst lýsing (8 Martin TW1, 6 Robe 600E Spot)
  • Aðgangur að þráðlausu neti
  • Uppröðun
  • Frágangur

ANNAR BÚNAÐUR OG ÞJÓNUSTA Í BOÐI

  • Sviðspallar
  • Pallborðshljóðnemar
  • Þráðlausir hljóðnemar
  • Fluguhljóðnemar + móttakarar
  • Skjár á rúllustandi
  • Auka tölva
  • Töskugeymsla
  • Afnot af flygli
  • Stórt hljóðkerfi
  • Streymi/upptaka