Hamragil

Hátt til lofts og vítt til veggja

Hamragil er lífæðin í húsinu og gefur möguleika á mjög skemmtilegum móttökum, veislum og sýningum. Úr Hamragilinu er  tenging við öll önnur stór rými í húsinu. Hægt er að halda 500 manna standandi veislu í Hamragilinu og rúmlega 1000 manna veislu með því að sameina Hamragilið, Naustið, Hamra og veitingasvæðið. 

Hamragil er bjart, opið og þar er lofthæðin 14 metrar. Í sama rými er veitingahúsið staðsett á jarðhæð og uppi á björtum palli í suðurendanum.